Borgarráð og trúin Tryggvi Hrólfsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leitarvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Daggar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upplýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og samsemd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og samsemd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hentugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur málinu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristilegan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvægan sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snúast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísanir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg málefni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félagstengla geta fundið hana hér: http://www.asanet.org/images/journals/docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein þann 21. júní síðastliðinn skrifar Dögg Harðardóttir athyglisverða grein um margumtalaðar tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar/lífsskoðunarfélaga. Meginatriði greinarinnar er að það sé mikilvægt fyrir borgarráð að styðjast við vísindalegar rannsóknir þegar tekin er ákvörðun í málinu þannig að það megi rökstyðja hana með faglegum hætti. Enn fremur heldur Dögg því fram að auðvelt sé að nálgast slíkar rannsóknir með leitarvélum, sem sagt rannsóknir á tengslum trúar við breytur eins og hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo einhver dæmi séu tekin, og að niðurstöður þeirra í heildina bendi til þess að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Vegna þessa og vegna þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn, sé borgarráði ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum og samþykkja reglur mannréttindaráðs. Það eru ýmsar leiðir fyrir mig að svara þessum rökum Daggar. Ég get til dæmis farið að ráði hennar og leitað eftir frekari upplýsingum um þessar vísindalegu rannsóknir. Það tók mig innan við fimm mínútur að komast að því að málið er hvergi nærri eins einfalt og Dögg heldur fram, og að flest bendi til þess að það sé ekki trúin sem auki lífshamingju fólks heldur þau félagstengsl og samsemd sem trúað fólk myndar gjarnan með sér í kringum félagsstarfsemi tengdri trú sinni. Félagsstarfsemi og samsemd skipta vissulega miklu máli í skólastarfinu, en því miður kemur þetta lítið við málefninu sem Dögg lagði upp með og auk þess enginn ágreiningur um að því er ég veit til. Sjálfsagt er að skólinn leggi ríka áherslu á félagsstarf og samsemd nemenda sinna og hann getur gert það án þess að mögulega brjóta á mannréttindum nokkurs manns. Dögg er því einfaldlega sjálfri ekki stætt á að handvelja vísindalegar rannsóknir eftir því hvað hentar og alhæfa út frá þeim eftir eigin hentugleik. Þessi umræða er orðin afar þreytt. Fyrst og fremst vegna þess að langmestur meirihluti hennar, þar á meðal grein Daggar og svar mitt að ofan við henni, kemur málinu einfaldlega ekkert við. Tillögur mannréttindaráðs snúast til dæmis ekkert um að leggja niður kristilegan menningararf þjóðarinnar, enda skipar hann áfram mikilvægan sess í skólastarfi þó áherslan sé á fræðslu en ekki iðkun, heldur snúast þær um það hvort skólinn sem stofnun á vegum borgaryfirvalda í ríki sem að nafninu til að minnsta kosti kennir sig við trúfrelsi ætti að taka þátt í trúboði. Dramatískar upphrópanir og hálfsoðnar tilvísanir í vísindalegar rannsóknir koma því málinu sjaldnast við og þar sem mannréttindi og velferð barna okkar eru gríðarlega mikilvæg málefni hvet ég alla sem vilja koma að máli til þess að halda sig við efnið. Þeir sem hafa áhuga á því að að rýna í grein sem ég fann varðandi tengsl lífshamingju, trúar og félagstengla geta fundið hana hér: http://www.asanet.org/images/journals/docs/pdf/asr/Dec10ASRFeature.pdf
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar