Button telur sigur skerpa einbeitingu og sannfæringu liðsmanna McLaren 23. júní 2011 15:51 Sebastian Vettel og Jenson Button á verðlaunapallinum í síðustu keppni, en Button fagnaði sigri eftir að hafa farið framúr Vettel í síðasta hring. AP mynd: The Canadian Press/Paul Chiasson Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Næsta keppni verður á götubrautinni í Valencia á Spáni um helgina og þar mætir Button með liðsfélaga sínum Lewis Hamilton og félögum hjá McLaren. „Ég get ekki sagt það að sigra í Montreal hafi fært mér meiri hvatningu, því að ég var þegar skuldbundinn því að leggja mig allan fram. Hann þetta mun skerpa á einbeitingu og sannfæringu allra í liðinu. Við höfum sannað að við getum sótt að og unnið Sebastian (Vettel) og getum barist um meistaratitilinn", sagði Button. „Ég hlakka til mótsins í Valencia. Mér gekk vel þar í fyrra og brautin hefur svipaða eiginleika og Montreal og Mónakó, þannig að ég er viss um að ég verði samkeppnisfær á ný. Galdurinn verður að sýna nóga góða frammistöðu í keppninni, til að bæta upp mögulega erfiðleika í tímatökunni. Það er erfitt að fara framúr og þó það verði DRS svæði (þar sem má opna afturvænginn), þá mun það ekki auðvelda hlutina á meðan mótinu stendur", sagði Button. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir árekstur í við Button og í mótinu þar á undan náði hann í átta stig. „Þessi tvö mót voru svekkjandi fyrir mig, af því við sýndum að við höfum hraðann til að vinna í báðum mótum, en ég náði aðeins átta stigum. En ég er samt ánægður að Jenson ók frábærlega til sigurs í Kanada, eftir að hafa verið óheppinn í Mónakó. Hann átti þennan árangur skilinn og þetta eru frábær úrslit fyrir liðið líka", sagði Hamilton. „Mér hefur alltaf gengið vel í Valencia og hef náð öðru sæti í öllum mótum þar og finnst gaman að sækja á brautinni. Þetta er erfið braut sem veitir engan grið, en það mun ekki hindra mig, því ég er mjög áhugasamur að komast á brautina á ný og ná í stig. Þetta verður þriðja götumótið í röð og vonandi get ég snúið við því óláni sem ég upplifði í tveimur síðustu mótum." „Við höfum að öllum líkindum verið með fljótasta bílinn í síðustu þremur mótum og það er hvetjandi, því ég veit að þegar það er nýtt að þá ættum við að geta lokið keppni í fremstu röð. Það er mitt markmið um næstu helgi", sagði Hamilton. Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Næsta keppni verður á götubrautinni í Valencia á Spáni um helgina og þar mætir Button með liðsfélaga sínum Lewis Hamilton og félögum hjá McLaren. „Ég get ekki sagt það að sigra í Montreal hafi fært mér meiri hvatningu, því að ég var þegar skuldbundinn því að leggja mig allan fram. Hann þetta mun skerpa á einbeitingu og sannfæringu allra í liðinu. Við höfum sannað að við getum sótt að og unnið Sebastian (Vettel) og getum barist um meistaratitilinn", sagði Button. „Ég hlakka til mótsins í Valencia. Mér gekk vel þar í fyrra og brautin hefur svipaða eiginleika og Montreal og Mónakó, þannig að ég er viss um að ég verði samkeppnisfær á ný. Galdurinn verður að sýna nóga góða frammistöðu í keppninni, til að bæta upp mögulega erfiðleika í tímatökunni. Það er erfitt að fara framúr og þó það verði DRS svæði (þar sem má opna afturvænginn), þá mun það ekki auðvelda hlutina á meðan mótinu stendur", sagði Button. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir árekstur í við Button og í mótinu þar á undan náði hann í átta stig. „Þessi tvö mót voru svekkjandi fyrir mig, af því við sýndum að við höfum hraðann til að vinna í báðum mótum, en ég náði aðeins átta stigum. En ég er samt ánægður að Jenson ók frábærlega til sigurs í Kanada, eftir að hafa verið óheppinn í Mónakó. Hann átti þennan árangur skilinn og þetta eru frábær úrslit fyrir liðið líka", sagði Hamilton. „Mér hefur alltaf gengið vel í Valencia og hef náð öðru sæti í öllum mótum þar og finnst gaman að sækja á brautinni. Þetta er erfið braut sem veitir engan grið, en það mun ekki hindra mig, því ég er mjög áhugasamur að komast á brautina á ný og ná í stig. Þetta verður þriðja götumótið í röð og vonandi get ég snúið við því óláni sem ég upplifði í tveimur síðustu mótum." „Við höfum að öllum líkindum verið með fljótasta bílinn í síðustu þremur mótum og það er hvetjandi, því ég veit að þegar það er nýtt að þá ættum við að geta lokið keppni í fremstu röð. Það er mitt markmið um næstu helgi", sagði Hamilton.
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira