Lífið

United-menn þurfa tvo staði

bjartsýnn Steinn Ólason, formaður United-klúbbsins, er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.fréttablaðið/stefán
bjartsýnn Steinn Ólason, formaður United-klúbbsins, er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.fréttablaðið/stefán
„Einn staður er ekki nóg fyrir stærsta stuðningsmannaklúbbinn á Íslandi,“ segir Steinn Ólason, formaður Manchester United-klúbbins.

Klúbburinn hefur ákveðið að bæta Glaumbar við sem samstarfsaðila en hingað til hefur Spot í Kópavogi verið eini heimavöllur liðsins á höfuðborgarsvæðinu. Aðdáendur United á Íslandi hafa því úr tveimur stöðum að velja á komandi tímabili.

„Við erum stækkandi klúbbur og einn staður er ekki nóg. Glaumbar er að koma upp með nýjar og breyttar áherslur og nýja rekstaraðila. Það er ágætt fyrir okkur að hafa stað sem nær til fólksins vestur í bæ og í miðbænum. Við höfum ekki séð allar breytingarnar á Glaumbar en okkur líst vel á það sem talað er um. Okkur finnst sjálfsagt að United-menn mæti þangað líka,“ segir Steinn en yfir 2.600 manns greiddu árgjald klúbbsins í fyrra.

Glaumbar verður opnaður 13. ágúst og sama dag verður mikil veisla þegar enski boltinn hefst eftir sumarfrí. Frír bjór og snakk verður í boði fyrir áhangendur enska boltans. Daginn eftir verður síðan fyrsti leikur United á útivelli gegn WBA.

Aðspurður segist Steinn mjög bjartsýnn fyrir tímabilið. „Ég held að þetta verði tímabilið sem verður kallað númer tuttugu,“ segir hann og á við að tuttugasti Englandsmeistaratitill United gæti orðið að veruleika á næsta ári. „Ég held að Sir Alex hafi þetta. Ég hef trú á honum.“ - fb
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.