Það er vandi að hjálpa! Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar 24. janúar 2011 06:00 Samtök sem vilja styðja efnalitla einstaklinga og fjölskyldur hafa verið mikið til umræðu í samfélaginu. Það er enginn vafi á því að þessi samtök vilja hjálpa fólki sem lent hefur í vanda. Það eru margar leiðir til að hjálpa og það er vandi að hjálpa. Markmiðin eru stundum skýr og stundum ekki. Hjálpina þarf að skipuleggja og setja henni reglur til að tryggja að þau úrræði, fjármunir eða matur sem er til staðar nýtist sem best og komi þeim til góða sem mest þurfa á hjálp að halda. En markmið hjálparstarfs til lengri tíma litið þarf að vera hjálp til sjálfshjálpar annars er fólk gert ómyndugt og ósjálfbjarga. Nú standa þau hjálparsamtök sem veitt hafa nauðstöddum á Íslandi aðstoð í formi daglegra nauðsynjavara á tímamótum. Það er engin framtíð í óbreyttum starfsháttum. Eitt af markmiðum hefur hljómað þannig: „Eyðum biðröðunum strax!" Næsta spurning hlýtur að vera hvernig? Svarið er margþætt og um það eru skiptar skoðanir. Eitt er að hið opinbera komi með framfærsluviðmið sem félagsþjónustan þarf að uppfylla. Þó þetta viðmið verði sett mun tekjulágt fólk geta lent í vandræðum við skyndilega aukin útgjöld. Þar geta hjálparsamtök komið inn og stutt fólk eða sinnt langvarandi aðstoð. Að vera öryrki eða atvinnulaus er ekki sama sem að vera fátæk manneskja en það er erfitt fyrir marga að framfleyta sér til langframa á bótum og þá sérstaklega þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Hvernig geta hjálparsamtök stutt þetta fólk sem eykur lífsgæði þeirra en ekki gefið þeim bara mat í poka? Eitt er ráðgjöf t.d um fjármál, aðstoð við að kaupa gleraugu, lyf eða greiða niður kostnað við tómastundaiðkun. Svo getur vel verið að aukið félagsstarf sé það sem helst vantar meðal öryrkja. Gætu þessar hugmyndir verið eitthvað af því sem kemur til greina fyrir hjálparsamtök að beina starfi sínu að þegar endurmeta þarf starfsaðferðir? Ég hvet öll hjálparsamtök á Íslandi að vera opin fyrir að finna nýjar leiðir í hjálparstarfi og vinna saman að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök sem vilja styðja efnalitla einstaklinga og fjölskyldur hafa verið mikið til umræðu í samfélaginu. Það er enginn vafi á því að þessi samtök vilja hjálpa fólki sem lent hefur í vanda. Það eru margar leiðir til að hjálpa og það er vandi að hjálpa. Markmiðin eru stundum skýr og stundum ekki. Hjálpina þarf að skipuleggja og setja henni reglur til að tryggja að þau úrræði, fjármunir eða matur sem er til staðar nýtist sem best og komi þeim til góða sem mest þurfa á hjálp að halda. En markmið hjálparstarfs til lengri tíma litið þarf að vera hjálp til sjálfshjálpar annars er fólk gert ómyndugt og ósjálfbjarga. Nú standa þau hjálparsamtök sem veitt hafa nauðstöddum á Íslandi aðstoð í formi daglegra nauðsynjavara á tímamótum. Það er engin framtíð í óbreyttum starfsháttum. Eitt af markmiðum hefur hljómað þannig: „Eyðum biðröðunum strax!" Næsta spurning hlýtur að vera hvernig? Svarið er margþætt og um það eru skiptar skoðanir. Eitt er að hið opinbera komi með framfærsluviðmið sem félagsþjónustan þarf að uppfylla. Þó þetta viðmið verði sett mun tekjulágt fólk geta lent í vandræðum við skyndilega aukin útgjöld. Þar geta hjálparsamtök komið inn og stutt fólk eða sinnt langvarandi aðstoð. Að vera öryrki eða atvinnulaus er ekki sama sem að vera fátæk manneskja en það er erfitt fyrir marga að framfleyta sér til langframa á bótum og þá sérstaklega þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Hvernig geta hjálparsamtök stutt þetta fólk sem eykur lífsgæði þeirra en ekki gefið þeim bara mat í poka? Eitt er ráðgjöf t.d um fjármál, aðstoð við að kaupa gleraugu, lyf eða greiða niður kostnað við tómastundaiðkun. Svo getur vel verið að aukið félagsstarf sé það sem helst vantar meðal öryrkja. Gætu þessar hugmyndir verið eitthvað af því sem kemur til greina fyrir hjálparsamtök að beina starfi sínu að þegar endurmeta þarf starfsaðferðir? Ég hvet öll hjálparsamtök á Íslandi að vera opin fyrir að finna nýjar leiðir í hjálparstarfi og vinna saman að því.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar