Eru sveitarstjórnarmenn að ganga af göflunum? Eiríkur Jónsson skrifar 24. janúar 2011 06:00 Eitt af þeim verkum sem unnin eru í lok hvers árs er frágangur fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Á þessu var ekki undantekning á liðnu ári. Það sem einkenndi þessi vinnu nú var annars vegar svartsýni og hins vegar sjálfumgleði. Svartsýni um afkomu ársins 2011 en um leið sjálfumgleði sveitarstjórnarmanna sem mér virðast upp til hópa fullvissir um að allt hafi verið í stakasta lagi varðandi stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu undanfarin ár. Kæruleysi í fjármálastjórn Það þarf ekki að skyggnast langt undir yfirborðið til að sjá að margt fór úrskeiðis við fjármálastjórnina hjá sveitarstjórnum þessa lands á síðasta kjörtímabili. Allmörg dæmi eru um sveitastjóra- eða bæjarstjóraskipti og eins má nefna borgarstjóraskipti. Í engu þessara tilfella virtist það skipta nokkru máli hvort einn tveir eða jafnvel þrír væru á launaskrá vegna sama starfs á sama tíma. Málamyndagjörningar í starfsmannamálum sem leiddu til margra mánaða launagreiðslna í hverju tilviki þóttu ekki tiltökumál. Sala á eignum sveitarfélaga og óhagstæðir leigusamningar í kjölfarið, jafnvel leigusamningar þar sem leigan var gengistryggð, litu dagsins ljós. Skipulagning nýrra lóða á suðvesturhorninu með tilheyrandi kostnaði, svo mikils fjölda að á þeim hefði mátt byggja hús fyrir margfalt fleiri en líklegt var að sæktust eftir húsnæði. Lóðir fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem engin þörf var fyrir. Það sem hér er talið upp er aðeins það sem flaug í gegn um huga mér þegar ég setti þessi orð á blað, margt er sjálfsagt ótalið í þessum efnum. Þrátt fyrir þetta nefna sveitarstjórnarmenn aldrei einu orði að eitthvað sé að á þeirra vettvangi, hvað þá að þeir hafi gert mistök. Þess í stað klifa þeir á því að ríkið beri ábyrgð á slæmri stöðu sveitarfélaga og með lagasetningu hafi ríkið rétt hlut sinn á kostnað sveitarfélaganna. Í einhverjum tilfellum kann þetta að vera rétt. Það er hins vegar mín skoðun að meginástæðan sé sú að sveitarfélögin hafa oftar en ekki látið plata sig í samningum við ríkið. Dæmið sem ég þekki best er þegar rekstur grunnskóla var fluttur frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Þá tóku sveitarfélögin verkefnið yfir fyrir tekjustofna sem ljóst var að gátu aldrei staðið undir kostnaði við það. Samkvæmt útreikningum Kennarasambands Íslands á þeim tíma fengu sveitarfélögin einungis rúmlega 60% af því fjármagni sem þurfti til að standa undir rekstri skóla. Það sem verra er, sveitarfélögin vildu ekki meira og mótmæltu harðlega öllum rökum KÍ í þá veru að verkefninu fylgdu ekki nægir tekjustofnar. Þessi staðreynd hefur allar götur síðan leitt það af sér að mörg sveitarfélög hafa átt í erfiðleikum með að reka skólana. Nú bitnar þetta líka á leik- og tónlistarskólum þar sem sveitarsjóðir eru hvorki hólfaðir niður eftir skólastigum né öðru. Tilviljanakenndur niðurskurður – óraunhæfar kröfur Fjöldi skóla á öllum skólastigum hefur verið lagður niður eða þeir sameinaðir öðrum. Samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla færist stöðugt í vöxt og oftar en ekki er aðeins horft á fjárhagsleg áhrif en ekki fagleg. Hrikalegur afleikur sveitarfélaga við flutning grunnskólans kemur niður á miklu fleiri þáttum í þjónustu sveitarfélaga en grunnskólanum einum eins og áður var nefnt. Nú er svo komið að flest ef ekki öll sveitarfélög kvarta undan fjárhagslegri byrði af rekstri skóla. Forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að lögum verði breytt þannig að hægt sé að skerða þjónustu við nemendur í grunnskólum enn frekar en orðið er. Engin lög vernda hins vegar nemendur leik- og tónlistarskóla og því er hægara um vik að skera niður þar - enda óspart gert. Það væri gott fyrir sveitarstjórnarmenn að leiða hugann að því að börn og unglingar á skólaaldri eru verðmætasta eign hvers samfélags. Framtíð hvers samfélags byggir á því að þessi verðmæta eign sé varðveitt og að henni hlúð. Frekari skerðing á þjónustu er í senn aðför að einstaklingunum og viðkomandi samfélagi. Staðreyndir málsins eru þær að skerðing á námsframboði til barna og unglinga kemur til með að hafa áhrif langt inn í framtíðina. Það er margsannað að það er mun fljótlegra að rífa menntakerfið niður en að byggja það upp aftur. Um það vitnar best reynslan frá árinu 1992 þegar vikulegum kennslustundum var síðast fækkað. Stöðugar kröfur um frekari niðurfærslu launa leik-, grunn- og tónlistarskólakennara með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum eru kaldar kveðjur til stéttar sem unnið hefur vinnuna sína af samviskusemi við erfiðar aðstæður. Áhugaleysi og lítilsvirðing, hvar er siðferðið? Stéttar sem hefur í ofanálag verið samningslaus í eitt og hálft ár vegna þess að sveitarfélögin hafa neitað að koma til móts við kröfur um lítilsháttar lagfæringu allra lægstu launa. Þessi sama stétt hefur misst allar yfirvinnutekjur en um leið tekið á sig stöðugt aukið vinnuálag, enda ber hún hag barna og unglinga fyrir brjósti og er tilbúin að ganga langt til að verja hagsmuni þeirra. Gleymum því heldur ekki að kennarar hafa tekið á sig og munu taka á sig miklar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga á næstu mánuðum. Það er því vægt til orða tekið þegar sagt er að sveitarstjórnarmenn sýni hagsmunum nemenda áhugaleysi og starfsfólki skólanna lítilsvirðingu með framgöngu sinni. Mér hefur þótt það svolítið merkilegt að hlusta á sveitarstjórnarmenn lýsa áhuga sínum á því að yfirtaka málefni fatlaðra eins og raunin varð um áramótin. Sveitarfélög sem ráða ekki við lögbundin verkefni sín virðast telja það mikilvægast að fá fleiri verkefni til að fást við. Nokkuð sérkennileg staðreynd. Ég hef ekki kynnt mér samning ríkis og sveitarfélaga vegna þessara mála en vona innilega að hann sé betur ígrundaður en samningurinn vegna grunnskólans forðum daga. Ég held hins vegar að full ástæða sé fyrir þá sem að þeim málum vinna að vera vel á verði. Sporin hræða í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þeim verkum sem unnin eru í lok hvers árs er frágangur fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Á þessu var ekki undantekning á liðnu ári. Það sem einkenndi þessi vinnu nú var annars vegar svartsýni og hins vegar sjálfumgleði. Svartsýni um afkomu ársins 2011 en um leið sjálfumgleði sveitarstjórnarmanna sem mér virðast upp til hópa fullvissir um að allt hafi verið í stakasta lagi varðandi stjórnsýslu á sveitarstjórnarstiginu undanfarin ár. Kæruleysi í fjármálastjórn Það þarf ekki að skyggnast langt undir yfirborðið til að sjá að margt fór úrskeiðis við fjármálastjórnina hjá sveitarstjórnum þessa lands á síðasta kjörtímabili. Allmörg dæmi eru um sveitastjóra- eða bæjarstjóraskipti og eins má nefna borgarstjóraskipti. Í engu þessara tilfella virtist það skipta nokkru máli hvort einn tveir eða jafnvel þrír væru á launaskrá vegna sama starfs á sama tíma. Málamyndagjörningar í starfsmannamálum sem leiddu til margra mánaða launagreiðslna í hverju tilviki þóttu ekki tiltökumál. Sala á eignum sveitarfélaga og óhagstæðir leigusamningar í kjölfarið, jafnvel leigusamningar þar sem leigan var gengistryggð, litu dagsins ljós. Skipulagning nýrra lóða á suðvesturhorninu með tilheyrandi kostnaði, svo mikils fjölda að á þeim hefði mátt byggja hús fyrir margfalt fleiri en líklegt var að sæktust eftir húsnæði. Lóðir fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem engin þörf var fyrir. Það sem hér er talið upp er aðeins það sem flaug í gegn um huga mér þegar ég setti þessi orð á blað, margt er sjálfsagt ótalið í þessum efnum. Þrátt fyrir þetta nefna sveitarstjórnarmenn aldrei einu orði að eitthvað sé að á þeirra vettvangi, hvað þá að þeir hafi gert mistök. Þess í stað klifa þeir á því að ríkið beri ábyrgð á slæmri stöðu sveitarfélaga og með lagasetningu hafi ríkið rétt hlut sinn á kostnað sveitarfélaganna. Í einhverjum tilfellum kann þetta að vera rétt. Það er hins vegar mín skoðun að meginástæðan sé sú að sveitarfélögin hafa oftar en ekki látið plata sig í samningum við ríkið. Dæmið sem ég þekki best er þegar rekstur grunnskóla var fluttur frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Þá tóku sveitarfélögin verkefnið yfir fyrir tekjustofna sem ljóst var að gátu aldrei staðið undir kostnaði við það. Samkvæmt útreikningum Kennarasambands Íslands á þeim tíma fengu sveitarfélögin einungis rúmlega 60% af því fjármagni sem þurfti til að standa undir rekstri skóla. Það sem verra er, sveitarfélögin vildu ekki meira og mótmæltu harðlega öllum rökum KÍ í þá veru að verkefninu fylgdu ekki nægir tekjustofnar. Þessi staðreynd hefur allar götur síðan leitt það af sér að mörg sveitarfélög hafa átt í erfiðleikum með að reka skólana. Nú bitnar þetta líka á leik- og tónlistarskólum þar sem sveitarsjóðir eru hvorki hólfaðir niður eftir skólastigum né öðru. Tilviljanakenndur niðurskurður – óraunhæfar kröfur Fjöldi skóla á öllum skólastigum hefur verið lagður niður eða þeir sameinaðir öðrum. Samrekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla færist stöðugt í vöxt og oftar en ekki er aðeins horft á fjárhagsleg áhrif en ekki fagleg. Hrikalegur afleikur sveitarfélaga við flutning grunnskólans kemur niður á miklu fleiri þáttum í þjónustu sveitarfélaga en grunnskólanum einum eins og áður var nefnt. Nú er svo komið að flest ef ekki öll sveitarfélög kvarta undan fjárhagslegri byrði af rekstri skóla. Forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að lögum verði breytt þannig að hægt sé að skerða þjónustu við nemendur í grunnskólum enn frekar en orðið er. Engin lög vernda hins vegar nemendur leik- og tónlistarskóla og því er hægara um vik að skera niður þar - enda óspart gert. Það væri gott fyrir sveitarstjórnarmenn að leiða hugann að því að börn og unglingar á skólaaldri eru verðmætasta eign hvers samfélags. Framtíð hvers samfélags byggir á því að þessi verðmæta eign sé varðveitt og að henni hlúð. Frekari skerðing á þjónustu er í senn aðför að einstaklingunum og viðkomandi samfélagi. Staðreyndir málsins eru þær að skerðing á námsframboði til barna og unglinga kemur til með að hafa áhrif langt inn í framtíðina. Það er margsannað að það er mun fljótlegra að rífa menntakerfið niður en að byggja það upp aftur. Um það vitnar best reynslan frá árinu 1992 þegar vikulegum kennslustundum var síðast fækkað. Stöðugar kröfur um frekari niðurfærslu launa leik-, grunn- og tónlistarskólakennara með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum eru kaldar kveðjur til stéttar sem unnið hefur vinnuna sína af samviskusemi við erfiðar aðstæður. Áhugaleysi og lítilsvirðing, hvar er siðferðið? Stéttar sem hefur í ofanálag verið samningslaus í eitt og hálft ár vegna þess að sveitarfélögin hafa neitað að koma til móts við kröfur um lítilsháttar lagfæringu allra lægstu launa. Þessi sama stétt hefur misst allar yfirvinnutekjur en um leið tekið á sig stöðugt aukið vinnuálag, enda ber hún hag barna og unglinga fyrir brjósti og er tilbúin að ganga langt til að verja hagsmuni þeirra. Gleymum því heldur ekki að kennarar hafa tekið á sig og munu taka á sig miklar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga á næstu mánuðum. Það er því vægt til orða tekið þegar sagt er að sveitarstjórnarmenn sýni hagsmunum nemenda áhugaleysi og starfsfólki skólanna lítilsvirðingu með framgöngu sinni. Mér hefur þótt það svolítið merkilegt að hlusta á sveitarstjórnarmenn lýsa áhuga sínum á því að yfirtaka málefni fatlaðra eins og raunin varð um áramótin. Sveitarfélög sem ráða ekki við lögbundin verkefni sín virðast telja það mikilvægast að fá fleiri verkefni til að fást við. Nokkuð sérkennileg staðreynd. Ég hef ekki kynnt mér samning ríkis og sveitarfélaga vegna þessara mála en vona innilega að hann sé betur ígrundaður en samningurinn vegna grunnskólans forðum daga. Ég held hins vegar að full ástæða sé fyrir þá sem að þeim málum vinna að vera vel á verði. Sporin hræða í þessum efnum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar