Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum 5. september 2011 13:26 Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem var í Belgíu. AP mynd. Frank Augstein Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár. Vettel er með 259 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber liðsfélagi hans 167, Fernando Alonso hjá Ferrari 157 og McLaren ökumennirnir eru í fjórða og fimmta sæti. Jenson Button er með 149 og Lewis Hamilton 146. „Ég á sérstakar minningar frá Monza. Ég vann minn fyrsta sigur á brautinni árið 2008. Það er nokkur sem ég mun aldrei gleyma. Ég var með gæsahúð á verðlaunapallinum", sagði Vettel. „Brautin er ein sú vandasamasta á keppnistímabilinu. Það eru hraðir kaflar þar sem við náum meira en 320 km hraða, sem þýðir að brautin er sú hraðasta á árinu. Hún reynir ekki mikið á líkamlega séð, en þrátt fyrir fyrir það er hún ekki auðveld", sagði Vettel. „Vegna þess hve langir beinu kaflarnir eru, þá er afturvængurinn einfaldari en á öðrum brautum. Bíllinn er því óstöðugri og það að gefa í eftir Parabolica beygjuna er jafnvægistlist og minnstu mistök geta þýtt að maður endar í malargryfju", sagði Vettel. Vettek vann síðustu keppni, sem var í Belgíu og hefur unnið sjö mót á árinu, en samtals hafa fjórir ökumenn unnið einstök mót á árinu. Hamilton og Button hafa unnið tvö mót hvor og Alonso eitt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira