Lögreglumaður mun ávallt svara kalli þínu! Heiða Rafnsdóttir skrifar 29. ágúst 2011 06:00 Lögreglumenn mega ekki fara í verkfall. Margir velta eflaust fyrir sér hvort verkfall þessarar stéttar sé í raun framkvæmanlegt í ljósi þess í hverju starfið felst. Kjarabarátta lögreglumanna hefur verið í gangi lengi og baráttan við niðurskurð hefur verið blóðug. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í tæpa 270 daga en núna er beðið niðurstöðu gerðardóms. Með þeirri niðurstöðu mun framtíð margra lögreglumanna vafalaust ráðast. Árið 2007 skrifaði ég grein í Lögreglublaðið sem fjallaði um kjaramál. Ég vil vitna hér í hluta hennar: „Með þessum skrifum mínum vil ég fyrst og fremst benda lögreglumönnum á það að grunnlaunin hljóta að skipta öllu máli í komandi kjarabaráttu. Ég vil bara ítreka mína skoðun þess efnis að lögreglumenn eiga ekki að þurfa að treysta á aukavinnu og/eða vaktavinnuálag til þess að tryggja sér viðunandi launakjör. … Þeir eru eflaust margir, ég meðtalin, sem hafa undanfarið velt fyrir sér hvort þeir ættu að skilja við þennan starfsvettvang og jafnvel einhverjir sem hafa ekki átt annarra kosta völ, þrátt fyrir brennandi áhuga á starfinu. Margir nákomnir mér hafa hneykslast á aðgerðaleysi mínu og hvatt mig til þess að leita að betur launuðu starfi og nýta til þess þá háskólamenntun sem ég varð mér úti um áður en ég gekk til liðs við lögregluna. Ég er hins vegar enn þá haldin þessari löngun sem „hrjáir” eflaust marga samstarfsmenn mína, að halda mig til í starfi og vona að betri tímar séu framundan. Enn fremur harðneita ég því að hrekjast úr starfi sem ég kann vel við og láta í minni pokann vegna hluta sem á að vera hægt að breyta. Ég ætla að tóra á meðan ég stend undir því! Það má kalla það heimsku, þrjósku, en ég kæri ég mig ekki um að láta utanaðkomandi öfl stýra því hvert ég kýs að beina mínum starfskröftum. …“ Þetta var ritað árið 2007, á einum mesta uppgangstíma sem þekkst hefur á Íslandi. Lögreglumenn voru samt sem áður komnir í mikil vandræði og fjölmargir þeirra búnir að yfirgefa stéttina vegna lágra launa. Niðurskurður og sparnaður var hafinn. Enginn hefði þá getað gert sér í hugarlund hversu mikið ástandið átti eftir að versna. Ég sjálf gafst upp, skömm frá því að segja, en hugsjónir borga víst ekki reikninga eins og alkunna er. Lögreglumaður mun svara kalli þínu þegar þú þarft á að halda. Lögreglumaður mun ekki skorast undan ábyrgð sama hvaða aðstæður koma upp. Lögreglumaður mun ekki láta þig bíða lengur en hann sjálfur mögulega ræður við! Lögreglumaðurinn getur verið þinn besti vinur, algjör dýrlingur þegar mest á reynir. Lögreglumaðurinn sinnir verkefnum sem þú vilt ekki vita af og þarft ekki að vita af. Hann stígur fram og framkvæmir þegar aðrir hörfa eða gefast upp. Ég bið þig, ágæti lesandi, að gefa þér tíma til þess að hugsa um hvaða þýðingu það hefur fyrir þig að geta kallað til lögreglu á ögurstundu? Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig þegar þú ert í minniháttar vandræðum, eða þegar gert hefur verið á hlut þinn, þegar þú eða þínir nánustu lenda á villigötum, blæðir eða hafa gefist upp og sjáið enga lausn í augsýn? Lögreglumaðurinn er oft kallaður „laganna vörður“ en mundu að það þýðir að honum ber fyrst og fremst skylda til þess að standa vörð um þinn líkama, æru og eignir. Hann mun hlusta á þig, vísa þér veginn, veita þér ráð, aðhald og aðstoð. Hann mun virða þig óháð aldri, þjóðfélagsstöðu, þjóðerni, andlegu eða líkamlegu ástandi. Hann mun gera sitt besta til að sjá til þess að þín réttarstaða verði tryggð hvort sem þú ert brotaþoli eða sakborningur. Geturðu hugsað þér tilveru þar sem ekki er hægt að kalla á lögreglumann? Geturðu hugsað þér að fækkað verði enn frekar í röðum lögreglumanna, búnaður þeirra verði af skornum skammti, notkun lögreglubifreiða verði takmörkuð enn frekar, allt í sparnaðarskyni. Þykir þér það ásættanlegt að enn fleiri góðir lögreglumenn þurfi að yfirgefa starf, sem þeir sinna af ástríðu, einungis af fjárhagslegum ástæðum. Fæst þú til þess að trúa því að ótæpilegur niðurskurður til lögreglumála hafi ekki varanlegar afleiðingar? Hverjar telur þú vera grunnforsendurnar fyrir því að öryggi þitt sem borgara sé tryggt? Lögreglumenn munu ávallt svara kalli þínu en þeirra stakkur er sniðinn af öðrum máttarvöldum og sá stakkur er fyrir löngu orðinn allt of lítill og auk þess gatslitinn. Það eitt er víst að lögreglumenn eru hugsjónamenn, þeir vilja sinna starfi sínu af umhyggju og fagmennsku. Undir núverandi kringumstæðum hlýtur það hins vegar að vera á fárra færi þar sem álag vegna niðurskurðar, vinnuþrælkunar og eigin fjárhagsáhyggja hafa fyrir löngu dregið mátt úr flestum lögreglumönnum. Munu stjórnvöld gera það sem þarf til að létta byrði þeirra svo þeir geti áfram verið til staðar í líkama ekki síður en anda… fyrir þig ágæti lesandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Lögreglumenn mega ekki fara í verkfall. Margir velta eflaust fyrir sér hvort verkfall þessarar stéttar sé í raun framkvæmanlegt í ljósi þess í hverju starfið felst. Kjarabarátta lögreglumanna hefur verið í gangi lengi og baráttan við niðurskurð hefur verið blóðug. Lögreglumenn hafa verið samningslausir í tæpa 270 daga en núna er beðið niðurstöðu gerðardóms. Með þeirri niðurstöðu mun framtíð margra lögreglumanna vafalaust ráðast. Árið 2007 skrifaði ég grein í Lögreglublaðið sem fjallaði um kjaramál. Ég vil vitna hér í hluta hennar: „Með þessum skrifum mínum vil ég fyrst og fremst benda lögreglumönnum á það að grunnlaunin hljóta að skipta öllu máli í komandi kjarabaráttu. Ég vil bara ítreka mína skoðun þess efnis að lögreglumenn eiga ekki að þurfa að treysta á aukavinnu og/eða vaktavinnuálag til þess að tryggja sér viðunandi launakjör. … Þeir eru eflaust margir, ég meðtalin, sem hafa undanfarið velt fyrir sér hvort þeir ættu að skilja við þennan starfsvettvang og jafnvel einhverjir sem hafa ekki átt annarra kosta völ, þrátt fyrir brennandi áhuga á starfinu. Margir nákomnir mér hafa hneykslast á aðgerðaleysi mínu og hvatt mig til þess að leita að betur launuðu starfi og nýta til þess þá háskólamenntun sem ég varð mér úti um áður en ég gekk til liðs við lögregluna. Ég er hins vegar enn þá haldin þessari löngun sem „hrjáir” eflaust marga samstarfsmenn mína, að halda mig til í starfi og vona að betri tímar séu framundan. Enn fremur harðneita ég því að hrekjast úr starfi sem ég kann vel við og láta í minni pokann vegna hluta sem á að vera hægt að breyta. Ég ætla að tóra á meðan ég stend undir því! Það má kalla það heimsku, þrjósku, en ég kæri ég mig ekki um að láta utanaðkomandi öfl stýra því hvert ég kýs að beina mínum starfskröftum. …“ Þetta var ritað árið 2007, á einum mesta uppgangstíma sem þekkst hefur á Íslandi. Lögreglumenn voru samt sem áður komnir í mikil vandræði og fjölmargir þeirra búnir að yfirgefa stéttina vegna lágra launa. Niðurskurður og sparnaður var hafinn. Enginn hefði þá getað gert sér í hugarlund hversu mikið ástandið átti eftir að versna. Ég sjálf gafst upp, skömm frá því að segja, en hugsjónir borga víst ekki reikninga eins og alkunna er. Lögreglumaður mun svara kalli þínu þegar þú þarft á að halda. Lögreglumaður mun ekki skorast undan ábyrgð sama hvaða aðstæður koma upp. Lögreglumaður mun ekki láta þig bíða lengur en hann sjálfur mögulega ræður við! Lögreglumaðurinn getur verið þinn besti vinur, algjör dýrlingur þegar mest á reynir. Lögreglumaðurinn sinnir verkefnum sem þú vilt ekki vita af og þarft ekki að vita af. Hann stígur fram og framkvæmir þegar aðrir hörfa eða gefast upp. Ég bið þig, ágæti lesandi, að gefa þér tíma til þess að hugsa um hvaða þýðingu það hefur fyrir þig að geta kallað til lögreglu á ögurstundu? Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig þegar þú ert í minniháttar vandræðum, eða þegar gert hefur verið á hlut þinn, þegar þú eða þínir nánustu lenda á villigötum, blæðir eða hafa gefist upp og sjáið enga lausn í augsýn? Lögreglumaðurinn er oft kallaður „laganna vörður“ en mundu að það þýðir að honum ber fyrst og fremst skylda til þess að standa vörð um þinn líkama, æru og eignir. Hann mun hlusta á þig, vísa þér veginn, veita þér ráð, aðhald og aðstoð. Hann mun virða þig óháð aldri, þjóðfélagsstöðu, þjóðerni, andlegu eða líkamlegu ástandi. Hann mun gera sitt besta til að sjá til þess að þín réttarstaða verði tryggð hvort sem þú ert brotaþoli eða sakborningur. Geturðu hugsað þér tilveru þar sem ekki er hægt að kalla á lögreglumann? Geturðu hugsað þér að fækkað verði enn frekar í röðum lögreglumanna, búnaður þeirra verði af skornum skammti, notkun lögreglubifreiða verði takmörkuð enn frekar, allt í sparnaðarskyni. Þykir þér það ásættanlegt að enn fleiri góðir lögreglumenn þurfi að yfirgefa starf, sem þeir sinna af ástríðu, einungis af fjárhagslegum ástæðum. Fæst þú til þess að trúa því að ótæpilegur niðurskurður til lögreglumála hafi ekki varanlegar afleiðingar? Hverjar telur þú vera grunnforsendurnar fyrir því að öryggi þitt sem borgara sé tryggt? Lögreglumenn munu ávallt svara kalli þínu en þeirra stakkur er sniðinn af öðrum máttarvöldum og sá stakkur er fyrir löngu orðinn allt of lítill og auk þess gatslitinn. Það eitt er víst að lögreglumenn eru hugsjónamenn, þeir vilja sinna starfi sínu af umhyggju og fagmennsku. Undir núverandi kringumstæðum hlýtur það hins vegar að vera á fárra færi þar sem álag vegna niðurskurðar, vinnuþrælkunar og eigin fjárhagsáhyggja hafa fyrir löngu dregið mátt úr flestum lögreglumönnum. Munu stjórnvöld gera það sem þarf til að létta byrði þeirra svo þeir geti áfram verið til staðar í líkama ekki síður en anda… fyrir þig ágæti lesandi!
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun