Þriðja flokks fólk? Paul Nikolov skrifar 7. febrúar 2011 09:46 Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Lýðræði byggir á frjálsri miðlun upplýsinga. Vissulega er löggjöf hér á landi sem verndar réttindi kvenna af erlendum uppruna, og við getum verið stolt af því að jafnrétti kynjanna er lengra á veg komið á Íslandi en í mörgum öðrum löndum. En lýðræðið bregst þegar konur af erlendum uppruna fá ekki upplýsingar um réttindi sín þegar þær flytja til landsins. Nýlega hafa komið í ljós mörg dæmi um konur af erlendum uppruna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka en vissu ekki að til væru úrræði sem gætu gagnast þeim. Margar þeirra eru hræddar við að vera reknar úr landi ef þær skilja við ofbeldisfullan maka. Það er mikið áhyggjuefni í ljósi þess að konur af erlendum uppruna eiga það sérstaklega á hættu að verða fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum, eins og upplýsingar frá Kvennaathvarfinu sýna. Velferðarráðuneytið á hrós skilið fyrir að taka nýlega saman bæklinga sem útskýra fyrir konum af erlendum uppruna hver réttindi þeirra eru og útlista þá þjónustu sem er til staðar fyrir þær. En hvers virði er það ef umræddar konur vita ekki einu sinni af þessum upplýsingum? Hafa ber í huga að allt of margar konur af erlendum uppruna eru einangraðar, tala ekki íslensku og mega ekki fara út fyrir hússins dyr án leyfis maka síns. Við megum ekki gera ráð fyrir því að þessar konur sæki sér nauðsynlegar upplýsingar og kynni sér löggjöf um réttindi sín upp á eigin spýtur. Löggjöf og upplýsingar eru ekki nóg. Núverandi stjórnvöld beita sér kannski meir fyrir jafnrétti kynjanna en tíðkast hefur í sögu Íslands, en þau eiga að gera meira til að tryggja að þær konur sem hingað koma fái nauðsynlegar upplýsingar um rétt sinn og stöðu. Lýðræði og upplýsingar haldast í hendur, og það skiptir sköpum í jafnréttismálum á Íslandi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar