Lítil saga af venjulegri konu á Íslandi Lúðvík Bergvinsson skrifar 9. júní 2011 06:00 Árið 2006 tók einstæð móðir tólf milljónir króna að láni til 25 ára. Lánið var gengistryggt. Endurgreiðslum lánsins skyldi þannig háttað að hún greiddi aðeins vexti fyrstu fimm árin, en afborgun af höfuðstól og vexti eftir það. Hún átti íbúð sem á þeim tíma var metin á 25 milljónir króna. Veðsetningin var því rúmlega 40% af markaðsvirði hennar. Þegar lánið var tekið fylgdi greiðsluáætlun frá bankanum um að við lok lánstímans, árið 2031, hefði hún greitt alls 17.116.450 kr. í afborganir og vexti. Hún var meðvituð um að gengi krónunnar gæti sveiflast á tímabilinu en lagði traust sitt á ábyrgar banka- og eftirlitsstofnanir. Því væri þetta vel viðráðanlegt. Svo kom hrunið. Hún tók aldrei stöðu á móti krónunni eins og bankinn. Hún varð ekki gjaldþrota eins og bankinn. Hún fór ekki óvarlega í fjármálum eins og bankinn. Gengistrygging lánsins var síðar dæmd ólögmæt. Í kjölfarið var lánið endurreiknað eins og um allt annað lán hefði verið að ræða, þ.e. einhvers konar „ímyndað lán“ með vöxtum sem aldrei hefði komið til álita að samþykkja við lántöku. Niðurstaða afturvirka endurútreikningsins gaf þá sérstæðu niðurstöðu að virði lánasamningsins jókst frá því sem áður var. Henni þykir það skrýtin afleiðing af ólögmætri hegðun að sá brotlegi hagnist þegar réttlætið í formi endurútreiknings kemur til bjargar. Síðar kom í ljós að bankinn hafði allan tímann vitað að gengistryggð lán væru ólögmæt. Hún er því ósammála stjórnvöldum um að ábyrgð á ólögmæti lánveitingarinnar sé alfarið hennar – en ekki bankans – þó að hún hafi eins og aðrir miklar áhyggjur af „gæðum lánasafns bankans“, sem er eitt helsta tískuhugtak samtímans. Henni finnst þó óeðlilegt að eftir endurútreikning lánsins, þ.e. haldist vextir stöðugir til loka lánstímans, sé gert ráð fyrir því að hún endurgreiði bankanum alls 70 milljónir króna í stað þeirra ríflega 17 milljóna króna sem upphafleg greiðsluáætlun gerði ráð fyrir. Það er ekki lánið sem hún tók. Eftir endurútreikning hafa mánaðarlegar afborganir fjórfaldast frá því sem ráð var fyrir gert en tífaldast frá því sem var gert ráð fyrir í upphafi meðan aðeins voru greiddir vextir. Til að standa undir afborgunum eftir endurútreikning lánsins hefur hún aukið við sig vinnu, hefur tekið út allan sinn séreignarsparnað og fær fjárhagslegan stuðning frá öldruðum foreldrum sínum. Þrátt fyrir að hún viti að höfundar á lausnum þessa gengislánaleikrits hafi hvorki skrifað handritið út frá hennar hagsmunum, né að hún gangi með þá grillu í kollinum að eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið samið sérstaklega fyrir hana, er henni misboðið. Þrátt fyrir að hún hafi mikinn vilja til að standa við sitt hefur hún ákveðið að hafna endurútreikningi bankans, sem efnislega felur í sér að hún láti sér nægja að njóta lífsins í næsta lífi en vinna fyrst og fremst fyrir bankann í þessu. Hún telur að þessi niðurstaða, sem kemur til vegna ólögmætrar lánveitingar, geti ekki verið rétt ef eitthvert réttlæti er til, enda tók hún aldrei það lán sem nú er ætlast til að hún greiði af. Þetta er aðeins ein lítil saga eða lýsing af því sem er að gerast á Íslandi þessa dagana. Ótal önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árið 2006 tók einstæð móðir tólf milljónir króna að láni til 25 ára. Lánið var gengistryggt. Endurgreiðslum lánsins skyldi þannig háttað að hún greiddi aðeins vexti fyrstu fimm árin, en afborgun af höfuðstól og vexti eftir það. Hún átti íbúð sem á þeim tíma var metin á 25 milljónir króna. Veðsetningin var því rúmlega 40% af markaðsvirði hennar. Þegar lánið var tekið fylgdi greiðsluáætlun frá bankanum um að við lok lánstímans, árið 2031, hefði hún greitt alls 17.116.450 kr. í afborganir og vexti. Hún var meðvituð um að gengi krónunnar gæti sveiflast á tímabilinu en lagði traust sitt á ábyrgar banka- og eftirlitsstofnanir. Því væri þetta vel viðráðanlegt. Svo kom hrunið. Hún tók aldrei stöðu á móti krónunni eins og bankinn. Hún varð ekki gjaldþrota eins og bankinn. Hún fór ekki óvarlega í fjármálum eins og bankinn. Gengistrygging lánsins var síðar dæmd ólögmæt. Í kjölfarið var lánið endurreiknað eins og um allt annað lán hefði verið að ræða, þ.e. einhvers konar „ímyndað lán“ með vöxtum sem aldrei hefði komið til álita að samþykkja við lántöku. Niðurstaða afturvirka endurútreikningsins gaf þá sérstæðu niðurstöðu að virði lánasamningsins jókst frá því sem áður var. Henni þykir það skrýtin afleiðing af ólögmætri hegðun að sá brotlegi hagnist þegar réttlætið í formi endurútreiknings kemur til bjargar. Síðar kom í ljós að bankinn hafði allan tímann vitað að gengistryggð lán væru ólögmæt. Hún er því ósammála stjórnvöldum um að ábyrgð á ólögmæti lánveitingarinnar sé alfarið hennar – en ekki bankans – þó að hún hafi eins og aðrir miklar áhyggjur af „gæðum lánasafns bankans“, sem er eitt helsta tískuhugtak samtímans. Henni finnst þó óeðlilegt að eftir endurútreikning lánsins, þ.e. haldist vextir stöðugir til loka lánstímans, sé gert ráð fyrir því að hún endurgreiði bankanum alls 70 milljónir króna í stað þeirra ríflega 17 milljóna króna sem upphafleg greiðsluáætlun gerði ráð fyrir. Það er ekki lánið sem hún tók. Eftir endurútreikning hafa mánaðarlegar afborganir fjórfaldast frá því sem ráð var fyrir gert en tífaldast frá því sem var gert ráð fyrir í upphafi meðan aðeins voru greiddir vextir. Til að standa undir afborgunum eftir endurútreikning lánsins hefur hún aukið við sig vinnu, hefur tekið út allan sinn séreignarsparnað og fær fjárhagslegan stuðning frá öldruðum foreldrum sínum. Þrátt fyrir að hún viti að höfundar á lausnum þessa gengislánaleikrits hafi hvorki skrifað handritið út frá hennar hagsmunum, né að hún gangi með þá grillu í kollinum að eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið samið sérstaklega fyrir hana, er henni misboðið. Þrátt fyrir að hún hafi mikinn vilja til að standa við sitt hefur hún ákveðið að hafna endurútreikningi bankans, sem efnislega felur í sér að hún láti sér nægja að njóta lífsins í næsta lífi en vinna fyrst og fremst fyrir bankann í þessu. Hún telur að þessi niðurstaða, sem kemur til vegna ólögmætrar lánveitingar, geti ekki verið rétt ef eitthvert réttlæti er til, enda tók hún aldrei það lán sem nú er ætlast til að hún greiði af. Þetta er aðeins ein lítil saga eða lýsing af því sem er að gerast á Íslandi þessa dagana. Ótal önnur sambærileg dæmi mætti nefna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar