Erlent

Blóðug átök í Sýrlandi

Mótmæli í Sýrlandi. Myndin var tekin þann 19. desember síðastliðinn.
Mótmæli í Sýrlandi. Myndin var tekin þann 19. desember síðastliðinn. Mynd / AP
Að minnsta kosti 20 hafa látist í átökum hersins í Sýrlandi og mótmælanda í dag. Reuters greinir frá því að mótmælandi hefði sett myndband á netið sem sýni þrjá skriðdreka sem halda úti linnulausri skothríð á mótmælendur.

Þar má einnig sjá blóðug lík og brennandi bíla. Mótmælandi sem Reuters ræðir við lýsir því að sjúkrabílar flytji einnig særða og látna hermenn af vettvangi. Því er ljóst að mótmælendur eru einnig vopnaðir.

Átökin á milli hersins og mótmælenda hafa snarversnað eftir sjálfsmorðsárás í Damskus á föstudaginn. 44 létust þegar mótmælendur sprengdu tvo bíla í loft upp.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, gerði samkomulag við aðra leiðtoga arabaríkjanna að hefja viðræður við mótmælendur til þess að enda níu mánaða átök í landinu. Hann hefur ekki sýnt nein merki um að hann hyggist standa við það samkomulag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×