Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring 12. febrúar 2011 10:30 Funi á góðum degi. Fyrir liggur að einstaklingar hafa borið fjárhagslegan og tilfinningalegan skaða af mengun. Nú er spurt hver muni bæta þann skaða. Mynd/Pétur tryggvi Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira