Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring 12. febrúar 2011 10:30 Funi á góðum degi. Fyrir liggur að einstaklingar hafa borið fjárhagslegan og tilfinningalegan skaða af mengun. Nú er spurt hver muni bæta þann skaða. Mynd/Pétur tryggvi Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira