Skattar eru forsenda velferðar Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 2. febrúar 2011 10:57 Nýverið birti Fréttablaðið frétt sem byggði á útreikningum Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings hjá Talnakönnun, á skattbyrði einstaklinga. Útreikningar Benedikts gefa ekki raunsanna mynd og er því nauðsynlegt er að gera allnokkrar athugasemdir við þá og einnig við forsendur þeirra sem ekki voru gerðar ljósar. Taflan hér á síðunni sýnir samanburð á útreikningi fjármálaráðuneytisins (FJR) og Benedikts, eins og hann birtist í Fréttablaðinu. Til að skýra muninn á niðurstöðum útreikninganna er ástæða til að gera hér grein fyrir helstu forsendum FJR. Tryggingargjald Benedikt reiknar tryggingargjald af röngum stofni en lífeyrisiðgjöld sem launagreiðandi greiðir eru hluti af skattstofninum en þarna er reiknað af brúttólaununum einum. Iðgjald í lífeyrissjóð Í forsendum FJR er reiknað með skylduiðgjaldi launþega í lífeyrissjóð (4% af launum) en Benedikt reiknar með 6% iðgjaldi hjá lægra launaða manninum en 7% hjá hinum hærra launaða. Þarna er um valkvæðan sparnað að ræða sem er ekki réttlætanlegt að hafa með og þaðan af síður ólíkan í báðum dæmunum. Eignarskattur Í útreikningi um eignarskatt er ekki hægt að sjá hvaða forsendur Benedikt er að miða við. Eini eignarskatturinn sem er í gildi nú er auðlegðarskattur og hér vantar forsendur til að reikna hann ef um eign væri að ræða sem gæfi tilefni til auðlegðarskatts. Hann er mismunandi milli dæmanna sem gerir samanburð villandi. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra Báðir þessir skattar eru nefskattar og sama upphæð hjá öllum sem þá greiða. Hjá Benedikt er gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra mismunandi í þessum tveimur dæmum. Fasteignaskattar Það er ekki auðvelt að sannreyna fasteignaskattana í dæmi Benedikts enda fara þeir eftir því í hvaða sveitarfélagi einstaklingar í dæmunum búa. Hins vegar er óheppilegt að þessi skattur skuli vera mismunandi í dæmunum. Ráðstöfunartekjur Í forsendum FJR eru ráðstöfunartekjur sérstaklega reiknaðar vegna þess að í framhaldi samanburðarins er reiknað með því að viðkomandi einstaklingar noti allar ráðstöfunartekjur sínar til þess að kaupa vörur og þjónustu. En eins og sjá má af dæmi Benedikts, þá er gert ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur eyði meira í neyslu (í vörur sem bera virðisaukaskatt) en hann hefur til ráðstöfunar. Viðkomandi er því ekki að borga af lánum vegna bíla eða fasteignakaupa heldur eyðir öllu og meira en það í eigin neyslu. Virðisaukaskattur og vörugjöld Virðisaukaskattgreiðslurnar í útreikningi FJR taka mið af meðalhlutfalli virðisaukaskatts í einkaneyslu landsmanna. Hlutfallið á milli virðisaukaskatts og vörugjalda er hið sama og í útreikningi Benedikts (62% vörugjöld á móti VSK) þó svo að hlutfallið eigi að vera mun lægra. Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru einungis 1/3 af tekjum af virðisaukaskatti. Ekki er hægt að átta sig á hvaða forsendur Benedikt gefur sér varðandi virðisaukaskatt og vörugjöld. En út frá virðisaukaskattinum einum getum við reiknað út að til þess að greiða þann virðisaukaskatt sem Benedikt reiknar með þyrfti viðkomandi að eyða meiru en hann hefur til ráðstöfunar eins og sjá má í neðstu línu í samanburðinum. Hvað vantar? Í reikningnum hjá FJR er ekki reiknað með því að ráðstöfunartekjurnar séu notaðar í neina neyslu sem ekki ber meðalvirðisaukaskatt. Þar með þarf viðkomandi ekki að greiða neina vexti eða afborganir af því húsnæði sem hann á því annars greiddi hann ekki fasteignaskatta nema hann eigi húsnæðið skuldlaust. Það dæmi er hins vegar ekki sérlega lýsandi fyrir stöðu flestra og þá gerist hvort tveggja að greiðsla óbeinna skatta minnkar en jafnframt koma til vaxtabætur. Ef við gæfum okkur það dæmi að lægra launaði einstaklingurinn skuldaði í íbúðarhúsnæði og borgaði yfir 700 þúsund kr. á ári í vexti fengi hann fullar vaxtabætur, sem í ár verða 400 þúsund kr. eða 33 þúsund kr. á mánuði. Við verðum að reikna með því að viðkomandi sé barnlaus því annars fengi hann barnabætur. Að sleppa þessu úr útreikningum á skattbyrði líkt og í útreikningum Benedikts gerir þá ómarktæka. Þess utan stendur skattkerfið undir opinberri samneyslu og þannig nýtur hver einasti landsmaður þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir og þess öryggisnets sem velferðarkerfið er. Að lokum er ástæða til að benda á þá staðreynd að skattbyrði lægstu tekjuhópa samfélagsins hefur lækkað eftir að breytingar voru gerðar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ætti það að vekja nokkra athygli enda ótrúlegt að á góðærisárunum hafi skattbyrði verið meiri á tekjulægsta hóp samfélagsins en nú rúmlega tveimur árum eftir hrun. Á móti kemur að skattbyrði á fólk með háar tekjur er meiri. En væntanlega er það þannig sem íslenskt velferðarsamfélag á að vera - að hinir aflögufæru greiði sitt til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti Fréttablaðið frétt sem byggði á útreikningum Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings hjá Talnakönnun, á skattbyrði einstaklinga. Útreikningar Benedikts gefa ekki raunsanna mynd og er því nauðsynlegt er að gera allnokkrar athugasemdir við þá og einnig við forsendur þeirra sem ekki voru gerðar ljósar. Taflan hér á síðunni sýnir samanburð á útreikningi fjármálaráðuneytisins (FJR) og Benedikts, eins og hann birtist í Fréttablaðinu. Til að skýra muninn á niðurstöðum útreikninganna er ástæða til að gera hér grein fyrir helstu forsendum FJR. Tryggingargjald Benedikt reiknar tryggingargjald af röngum stofni en lífeyrisiðgjöld sem launagreiðandi greiðir eru hluti af skattstofninum en þarna er reiknað af brúttólaununum einum. Iðgjald í lífeyrissjóð Í forsendum FJR er reiknað með skylduiðgjaldi launþega í lífeyrissjóð (4% af launum) en Benedikt reiknar með 6% iðgjaldi hjá lægra launaða manninum en 7% hjá hinum hærra launaða. Þarna er um valkvæðan sparnað að ræða sem er ekki réttlætanlegt að hafa með og þaðan af síður ólíkan í báðum dæmunum. Eignarskattur Í útreikningi um eignarskatt er ekki hægt að sjá hvaða forsendur Benedikt er að miða við. Eini eignarskatturinn sem er í gildi nú er auðlegðarskattur og hér vantar forsendur til að reikna hann ef um eign væri að ræða sem gæfi tilefni til auðlegðarskatts. Hann er mismunandi milli dæmanna sem gerir samanburð villandi. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra Báðir þessir skattar eru nefskattar og sama upphæð hjá öllum sem þá greiða. Hjá Benedikt er gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra mismunandi í þessum tveimur dæmum. Fasteignaskattar Það er ekki auðvelt að sannreyna fasteignaskattana í dæmi Benedikts enda fara þeir eftir því í hvaða sveitarfélagi einstaklingar í dæmunum búa. Hins vegar er óheppilegt að þessi skattur skuli vera mismunandi í dæmunum. Ráðstöfunartekjur Í forsendum FJR eru ráðstöfunartekjur sérstaklega reiknaðar vegna þess að í framhaldi samanburðarins er reiknað með því að viðkomandi einstaklingar noti allar ráðstöfunartekjur sínar til þess að kaupa vörur og þjónustu. En eins og sjá má af dæmi Benedikts, þá er gert ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur eyði meira í neyslu (í vörur sem bera virðisaukaskatt) en hann hefur til ráðstöfunar. Viðkomandi er því ekki að borga af lánum vegna bíla eða fasteignakaupa heldur eyðir öllu og meira en það í eigin neyslu. Virðisaukaskattur og vörugjöld Virðisaukaskattgreiðslurnar í útreikningi FJR taka mið af meðalhlutfalli virðisaukaskatts í einkaneyslu landsmanna. Hlutfallið á milli virðisaukaskatts og vörugjalda er hið sama og í útreikningi Benedikts (62% vörugjöld á móti VSK) þó svo að hlutfallið eigi að vera mun lægra. Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru einungis 1/3 af tekjum af virðisaukaskatti. Ekki er hægt að átta sig á hvaða forsendur Benedikt gefur sér varðandi virðisaukaskatt og vörugjöld. En út frá virðisaukaskattinum einum getum við reiknað út að til þess að greiða þann virðisaukaskatt sem Benedikt reiknar með þyrfti viðkomandi að eyða meiru en hann hefur til ráðstöfunar eins og sjá má í neðstu línu í samanburðinum. Hvað vantar? Í reikningnum hjá FJR er ekki reiknað með því að ráðstöfunartekjurnar séu notaðar í neina neyslu sem ekki ber meðalvirðisaukaskatt. Þar með þarf viðkomandi ekki að greiða neina vexti eða afborganir af því húsnæði sem hann á því annars greiddi hann ekki fasteignaskatta nema hann eigi húsnæðið skuldlaust. Það dæmi er hins vegar ekki sérlega lýsandi fyrir stöðu flestra og þá gerist hvort tveggja að greiðsla óbeinna skatta minnkar en jafnframt koma til vaxtabætur. Ef við gæfum okkur það dæmi að lægra launaði einstaklingurinn skuldaði í íbúðarhúsnæði og borgaði yfir 700 þúsund kr. á ári í vexti fengi hann fullar vaxtabætur, sem í ár verða 400 þúsund kr. eða 33 þúsund kr. á mánuði. Við verðum að reikna með því að viðkomandi sé barnlaus því annars fengi hann barnabætur. Að sleppa þessu úr útreikningum á skattbyrði líkt og í útreikningum Benedikts gerir þá ómarktæka. Þess utan stendur skattkerfið undir opinberri samneyslu og þannig nýtur hver einasti landsmaður þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir og þess öryggisnets sem velferðarkerfið er. Að lokum er ástæða til að benda á þá staðreynd að skattbyrði lægstu tekjuhópa samfélagsins hefur lækkað eftir að breytingar voru gerðar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ætti það að vekja nokkra athygli enda ótrúlegt að á góðærisárunum hafi skattbyrði verið meiri á tekjulægsta hóp samfélagsins en nú rúmlega tveimur árum eftir hrun. Á móti kemur að skattbyrði á fólk með háar tekjur er meiri. En væntanlega er það þannig sem íslenskt velferðarsamfélag á að vera - að hinir aflögufæru greiði sitt til samfélagsins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar