Lífið

Matt Damon fær að vera í friði

Matt Damon segist að mestu fá frið frá ágangi ljósmyndara, ólíkt mörgum vinum sínum. nordicphotos/getty
Matt Damon segist að mestu fá frið frá ágangi ljósmyndara, ólíkt mörgum vinum sínum. nordicphotos/getty
Matt Damon viðurkennir að hann fái að mestu frið fyrir ágangi ljósmyndara ólíkt Brad Pitt og Ben Affleck. Þetta kemur fram í viðtali sem tímaritið Parade tók við Damon.

Leikarinn segir götublöðin öll á höttunum eftir hneyksli og því fái hann að lifa lífi sínu í ró og næði. „Þau hafa ekki áhuga á mér. Ég er enn giftur sömu konunni, er enn í sömu vinnunni og er ennþá hamingjusamur.“

Damon segir vini sína, leikarana Brad Pitt og Ben Affleck, þó ekki jafn lánsama og hann sjálfan. „Brad skilur ekki að ég skuli geta eytt degi á leikvellinum með dætrum mínum án þess að vera myndaður. Ég man líka eftir atviki sem átti sér stað þegar Ben var í sambandi með Jennifer Lopez og var hundeltur af ljósmyndurum. Hann keyrði, með tuttugu bíla á eftir sér, í átt að San Francisco og eftir sex klukkustundir snéri hann við og keyrði til baka. Hann sagði við mig; Ég var svo reiður út í þá fyrir að hnýsast í einkalíf mitt að ég eyddi eina frídeginum mínum í að hefna mín á þeim,“ sagði Damon sem er faðir fjögurra stúlkna á aldrinum eins árs til þrettán ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.