Lífið

Ingvar lærir norsku

Ingvar E. Sigurðsson leikur í Hamskiptunum í uppsetningu norska þjóðleikhússins.
Ingvar E. Sigurðsson leikur í Hamskiptunum í uppsetningu norska þjóðleikhússins.
„Ég byrjaði aðeins síðastliðið vor að þreifa á textanum sem ég flyt. Og svo hefur maður auðvitað verið að vasast í öðrum hlutum. En undanfarnar tvær til þrjár vikur hef ég eiginlega bara verið á fullu í að læra norsku,“ segir stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson.

Ingvar er ekki að feta í fótspor landa sinna sem hafa fundið sér framtíð hjá frændþjóðinni heldur eru hann og Gísli Örn Garðarsson að fara að leika í Hamskiptunum hjá norska Þjóðleikhúsinu í Ósló en uppsetning Vesturports á verkinu hefur verið sýnd um allan heim. Gísli Örn er altalandi á norsku enda var hann búsettur þar í samanlagt tíu ár. Ingvar kunni hins vegar varla stakt orð í tungumálinu og hefur því bæði sótt málaskóla og verið í einkakennslu.

„Þetta er bara gaman og ögrandi,“ segir Ingvar sem hefur aðallega einbeitt sér að aust-norsku sem töluð er í Ósló. Þeir félagar héldu utan í gær til að æfa með norskum starfsbræðrum sínum en svo verður frumsýning í janúar. Á norsku. „Ég ber mikla virðingu fyrir norsku en það sem hefur eiginlega komið mér mest á óvart er hversu íslenskan er einstök og svo allt öðruvísi en þessi tungumál í kringum okkur.“

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.