Hagvöxtur í Þýskalandi sá mesti síðan 1990 12. janúar 2011 11:46 Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira