Flogaveikum dæmdar bætur: Viðurkenningin mikilvægust Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 15:43 Ágúst Hilmar Dearborn fær bætur eftir að hafa verið sviptur frelsinu. „Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna. Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna.
Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45