Flogaveikum dæmdar bætur: Viðurkenningin mikilvægust Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 15:43 Ágúst Hilmar Dearborn fær bætur eftir að hafa verið sviptur frelsinu. „Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna. Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
„Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna.
Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent