Flogaveikum dæmdar bætur: Viðurkenningin mikilvægust Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 15:43 Ágúst Hilmar Dearborn fær bætur eftir að hafa verið sviptur frelsinu. „Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna. Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna.
Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45