Gleðilegt ferðaár 2011 Ólöf Ýrr Atladóttir skrifar 12. janúar 2011 06:00 Í byrjun ársins 2010 var bjartsýni ríkjandi í íslenskri ferðaþjónustu. Fregnir bárust um góða bókunarstöðu og útlit var fyrir að árið yrði jafnvel hið stærsta frá upphafi. Gosið í Eyjafjallajökli setti alvarlegt strik í reikninginn og vakti ótta um að sumarið 2010 yrði þungt í skauti. Sameiginlegt átak stjórnvalda og ferðaþjónustunnar gerði sitt til að snúa þeirri þróun við. Ráðist var í heildstætt markaðsátak í virkri samvinnu, sem sýndi hvernig aðilar geta tekið höndum saman til að bregðast við bráðavanda. Ekki má þó gleyma að markaðssetning íslenskrar ferðaþjónustu er ekki grundvölluð á átaksverkefnum, heldur viðvarandi vinnu við að vekja og viðhalda áhuga almennings og söluaðila á erlendum mörkuðum. Sú vinna byggir á daglegum samskiptum, sterkum skilaboðum og heildarsýn, þar sem hlutverk hins opinbera í almennri landkynningu er vel skilgreint Nú í lok ársins 2010 gefa tölur til kynna milli eins og tveggja prósenta fækkun erlendra gesta, sem telst viðunandi þegar horft er til atburða liðins árs og efnahagsástandsins á þeim mörkuðum sem við sækjum helst á. Jákvæðar fréttir erlendra fjölmiðla upp á síðkastið, þar sem Ísland er sett í öndvegi áfangastaða næsta árs, eru meðal þess sem vekja vonir um að árið verði gjöfult. En fleiri ferðamenn kalla á aukna uppbyggingu - og í ljósi þess að helsta auðlind ferðaþjónustunnar er sameign okkar í íslenskri náttúru þurfum við nú að taka höndum saman um að byggja upp gæðaferðaþjónustu sem vaxið getur til framtíðar í sátt við umhverfið. Þar hefur Ferðamálastofa mikilvægu hlutverki að gegna. Tryggja þarf öryggi ferðamanna, bæði á vinsælum ferðamannastöðum og með því að skilgreina ramma fyrir ferðaþjónustuverkefni að starfa eftir. Gera þarf kröfur til fyrirtækja um gæði vöru og þjónustu. Ferðaþjónustufyrirtæki eiga hagsmuni af því að hér þróist sjálfbær gæðaferðaþjónusta, þar sem þau skilaboð eru send út að almenningur og rekstraraðilar beri virðingu fyrir umhverfi sínu og sérstæðri náttúru landsins. Ferðaþjónustan skapar störf um allt land og við þurfum að vinna að því að auka arðsemi þeirra starfa og tryggja að um sem flest heilsársstörf verði að ræða. Ferðaþjónustan er mikilvægur liður í byggðafestu og tryggir íbúum víða um land þjónustu sem ekki væri til staðar ef ferðamanna nyti ekki við. Ferðaþjónustan þarfnast nýsköpunar, sem byggir á þekkingu, en upplýsingar sem Ferðamálastofa tók saman á árinu sem er að líða gefa til kynna að hlutur atvinnugreinarinnar í rannsóknar- og nýsköpunarsjóðum sé einungis um 0,5%, sem er sérkennilegt í ljósi vægis greinarinnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er ein okkar mikilvægustu atvinnugreina. Hún skilaði 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins árið 2009, sem var um 21% aukning frá árinu áður og 20% af heildargjaldeyristekjum. Ferðamálastofa er tilbúin að einhenda sér í þau verkefni sem vinna þarf - og þegar hefur verið hafist handa. Ferðamálastofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila og aðra aðila stoðkerfisins hleypt af stokkunum fjölmörgum verkefnum sem miða að því að styrkja ferðaþjónustuna til framtíðar:Metnaðarfullt gæða- og umhverfisvottunarkerfi er í startholum. Stefnt er á að kerfið nái til flestra þátta ferðaþjónustunnar og verði leiðbeinandi fyrir fyrirtæki í uppbyggingu, um leið og það gerir kröfur um metnað og þjónustu.Á nýju ári verður hafin vinna við að skilgreina áherslur og stefnu í rannsóknum á sviði ferðaþjónustu, en hún verður grundvölluð á þeirri ferðamálastefnu sem unnin var á vegum iðnaðarráðherra og lögð verður fyrir Alþingi í upphafi árs.Verið er að leggja lokahönd á öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði, en stefnan er unnin af Ferðamálastofu í góðri samvinnu við Umhverfisstofnun og Slysavarnafélagið Landsbjörg.Endurskoðun á lögum um skipan ferðamála stendur yfir, en þar er m.a. horft til þeirra öryggiskrafna sem setja á fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu.Verið er að vinna áætlun um ferðamennsku á hálendi Íslands á vegum Háskóla Íslands en sú vinna er fjármögnuð af iðnaðarráðuneytinu. Ferðamálastofa heldur utan um verkefnið fyrir hönd ráðuneytisins og hefur stutt við grunnrannsóknir á þessu sviði með ráðum og dáð.Ferðamálastofa hýsir fyrir hönd iðnaðarráðuneytis þróunarverkefnið Heilsulandið Ísland. Um metnaðarfullt verkefni er að ræða sem nýtir náttúrulegar auðlindir.Með tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar, sem verður í vörslu Ferðamálastofu, opnast tækifæri til heildstæðrar áætlunargerðar á sviði uppbyggingar á ferðamannastöðum um allt land.Þróunarverkefni á sviði menningarferðaþjónustu og matarferðaþjónustu, sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafði umsjón með í samvinnu við Ferðamálastofu, eru að skila góðum árangri og sýna fram á árangur þess að nýta aðferðafræði klasavinnu á sviði ferðaþjónustu.Fyrirhugað er að efla kynningarstarf gagnvart innlendum ferðamönnum en endurnýjaður kynningar- og kortavefur Ferðamálastofu er fyrsta skrefið í þeim efnum. Markaðsstofur landshlutanna gegna hér mikilvægu hlutverki og stefnt er á að efla samstarfið við þær á árinu. Af framangreindu má sjá að spennandi tímar eru fram undan. Jafnljóst er að verkefnin verða ekki unnin nema í góðri samvinnu allra hagsmunaaðila - reynslan sýnir að þannig verður árangurinn bestur. Fyrir hönd Ferðamálastofu óska ég okkur öllum velfarnaðar á næsta ári og hlakka til samstarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun ársins 2010 var bjartsýni ríkjandi í íslenskri ferðaþjónustu. Fregnir bárust um góða bókunarstöðu og útlit var fyrir að árið yrði jafnvel hið stærsta frá upphafi. Gosið í Eyjafjallajökli setti alvarlegt strik í reikninginn og vakti ótta um að sumarið 2010 yrði þungt í skauti. Sameiginlegt átak stjórnvalda og ferðaþjónustunnar gerði sitt til að snúa þeirri þróun við. Ráðist var í heildstætt markaðsátak í virkri samvinnu, sem sýndi hvernig aðilar geta tekið höndum saman til að bregðast við bráðavanda. Ekki má þó gleyma að markaðssetning íslenskrar ferðaþjónustu er ekki grundvölluð á átaksverkefnum, heldur viðvarandi vinnu við að vekja og viðhalda áhuga almennings og söluaðila á erlendum mörkuðum. Sú vinna byggir á daglegum samskiptum, sterkum skilaboðum og heildarsýn, þar sem hlutverk hins opinbera í almennri landkynningu er vel skilgreint Nú í lok ársins 2010 gefa tölur til kynna milli eins og tveggja prósenta fækkun erlendra gesta, sem telst viðunandi þegar horft er til atburða liðins árs og efnahagsástandsins á þeim mörkuðum sem við sækjum helst á. Jákvæðar fréttir erlendra fjölmiðla upp á síðkastið, þar sem Ísland er sett í öndvegi áfangastaða næsta árs, eru meðal þess sem vekja vonir um að árið verði gjöfult. En fleiri ferðamenn kalla á aukna uppbyggingu - og í ljósi þess að helsta auðlind ferðaþjónustunnar er sameign okkar í íslenskri náttúru þurfum við nú að taka höndum saman um að byggja upp gæðaferðaþjónustu sem vaxið getur til framtíðar í sátt við umhverfið. Þar hefur Ferðamálastofa mikilvægu hlutverki að gegna. Tryggja þarf öryggi ferðamanna, bæði á vinsælum ferðamannastöðum og með því að skilgreina ramma fyrir ferðaþjónustuverkefni að starfa eftir. Gera þarf kröfur til fyrirtækja um gæði vöru og þjónustu. Ferðaþjónustufyrirtæki eiga hagsmuni af því að hér þróist sjálfbær gæðaferðaþjónusta, þar sem þau skilaboð eru send út að almenningur og rekstraraðilar beri virðingu fyrir umhverfi sínu og sérstæðri náttúru landsins. Ferðaþjónustan skapar störf um allt land og við þurfum að vinna að því að auka arðsemi þeirra starfa og tryggja að um sem flest heilsársstörf verði að ræða. Ferðaþjónustan er mikilvægur liður í byggðafestu og tryggir íbúum víða um land þjónustu sem ekki væri til staðar ef ferðamanna nyti ekki við. Ferðaþjónustan þarfnast nýsköpunar, sem byggir á þekkingu, en upplýsingar sem Ferðamálastofa tók saman á árinu sem er að líða gefa til kynna að hlutur atvinnugreinarinnar í rannsóknar- og nýsköpunarsjóðum sé einungis um 0,5%, sem er sérkennilegt í ljósi vægis greinarinnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er ein okkar mikilvægustu atvinnugreina. Hún skilaði 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins árið 2009, sem var um 21% aukning frá árinu áður og 20% af heildargjaldeyristekjum. Ferðamálastofa er tilbúin að einhenda sér í þau verkefni sem vinna þarf - og þegar hefur verið hafist handa. Ferðamálastofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila og aðra aðila stoðkerfisins hleypt af stokkunum fjölmörgum verkefnum sem miða að því að styrkja ferðaþjónustuna til framtíðar:Metnaðarfullt gæða- og umhverfisvottunarkerfi er í startholum. Stefnt er á að kerfið nái til flestra þátta ferðaþjónustunnar og verði leiðbeinandi fyrir fyrirtæki í uppbyggingu, um leið og það gerir kröfur um metnað og þjónustu.Á nýju ári verður hafin vinna við að skilgreina áherslur og stefnu í rannsóknum á sviði ferðaþjónustu, en hún verður grundvölluð á þeirri ferðamálastefnu sem unnin var á vegum iðnaðarráðherra og lögð verður fyrir Alþingi í upphafi árs.Verið er að leggja lokahönd á öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði, en stefnan er unnin af Ferðamálastofu í góðri samvinnu við Umhverfisstofnun og Slysavarnafélagið Landsbjörg.Endurskoðun á lögum um skipan ferðamála stendur yfir, en þar er m.a. horft til þeirra öryggiskrafna sem setja á fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu.Verið er að vinna áætlun um ferðamennsku á hálendi Íslands á vegum Háskóla Íslands en sú vinna er fjármögnuð af iðnaðarráðuneytinu. Ferðamálastofa heldur utan um verkefnið fyrir hönd ráðuneytisins og hefur stutt við grunnrannsóknir á þessu sviði með ráðum og dáð.Ferðamálastofa hýsir fyrir hönd iðnaðarráðuneytis þróunarverkefnið Heilsulandið Ísland. Um metnaðarfullt verkefni er að ræða sem nýtir náttúrulegar auðlindir.Með tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar, sem verður í vörslu Ferðamálastofu, opnast tækifæri til heildstæðrar áætlunargerðar á sviði uppbyggingar á ferðamannastöðum um allt land.Þróunarverkefni á sviði menningarferðaþjónustu og matarferðaþjónustu, sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafði umsjón með í samvinnu við Ferðamálastofu, eru að skila góðum árangri og sýna fram á árangur þess að nýta aðferðafræði klasavinnu á sviði ferðaþjónustu.Fyrirhugað er að efla kynningarstarf gagnvart innlendum ferðamönnum en endurnýjaður kynningar- og kortavefur Ferðamálastofu er fyrsta skrefið í þeim efnum. Markaðsstofur landshlutanna gegna hér mikilvægu hlutverki og stefnt er á að efla samstarfið við þær á árinu. Af framangreindu má sjá að spennandi tímar eru fram undan. Jafnljóst er að verkefnin verða ekki unnin nema í góðri samvinnu allra hagsmunaaðila - reynslan sýnir að þannig verður árangurinn bestur. Fyrir hönd Ferðamálastofu óska ég okkur öllum velfarnaðar á næsta ári og hlakka til samstarfsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar