Neitar því að hafa skipt um skoðun um Gjástykki 12. janúar 2011 18:45 Umhverfisstofnun taldi fyrir sex árum að fyrirhugaðar rannsóknir Landsvirkjunar í Gjástykki væru ekki líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum. Nú segir stofnunin hins vegar verulegar líkur á að þær hafi í för með sér talsverð neikvæð áhrif og hvetur til friðlýsingar. Ákvörðun Orkustofnunar að veita Landsvirkjun rannsóknarleyfi í Gjástykki varð til þess að tveir ráðherrar minntu á það í gær að það væri eindreginn vilji ríkisstjórnarinnar að friðlýsa svæðið og lýsti forstjóri Landsvirkjunar því svo yfir í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði ekki að hefja boranir þar að sinni. Oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Norðurþings sakaði í dag ríkisstjórnina um að nota friðlýsingu til að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Í rökstuðningi Orkustofnunar fyrir veitingu rannsóknarleyfisins nú er meðal annars vísað til þess að Umhverfisstofnun hafi í umsögn vegna rannsóknaráætlunar Landsvirkjunar í desember árið 2004 talið að fyrirhugaðar rannsóknir væru ekki líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum. Í umsögn sömu stofnunar í haust, sex árum síðar, um endurnýjun rannsóknarleyfis Landsvirkjunar, segir hins vegar að verulegar líkur séu á að umrædd framkvæmd hafi í för með sér talsverð neikvæð áhrif. Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, neitar því að þar hafi menn skipt um skoðun. "Alls ekki. Við höfum alltaf sagt það sama. Það á ekki að fara inn á Gjástykki," segir Kristín Linda og bætir við að Gjástykki sé afskaplega mikilvægt og merkilegt svæði sem eigi að friðlýsa til framtíðar. Kristín Linda skýrir svarið fyrir sex árum með því að þá hafi stofnunin aðeins verið að segja álit sitt á yfirborðsrannsóknum. Það sé því alls ekki hægt að álykta út frá svarinu í desember 2004 að þá hafi Umhverfisstofnun verið að blessa rannsóknaáætlunina. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Umhverfisstofnun taldi fyrir sex árum að fyrirhugaðar rannsóknir Landsvirkjunar í Gjástykki væru ekki líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum. Nú segir stofnunin hins vegar verulegar líkur á að þær hafi í för með sér talsverð neikvæð áhrif og hvetur til friðlýsingar. Ákvörðun Orkustofnunar að veita Landsvirkjun rannsóknarleyfi í Gjástykki varð til þess að tveir ráðherrar minntu á það í gær að það væri eindreginn vilji ríkisstjórnarinnar að friðlýsa svæðið og lýsti forstjóri Landsvirkjunar því svo yfir í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði ekki að hefja boranir þar að sinni. Oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Norðurþings sakaði í dag ríkisstjórnina um að nota friðlýsingu til að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Í rökstuðningi Orkustofnunar fyrir veitingu rannsóknarleyfisins nú er meðal annars vísað til þess að Umhverfisstofnun hafi í umsögn vegna rannsóknaráætlunar Landsvirkjunar í desember árið 2004 talið að fyrirhugaðar rannsóknir væru ekki líklegar til að valda miklum umhverfisáhrifum. Í umsögn sömu stofnunar í haust, sex árum síðar, um endurnýjun rannsóknarleyfis Landsvirkjunar, segir hins vegar að verulegar líkur séu á að umrædd framkvæmd hafi í för með sér talsverð neikvæð áhrif. Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, neitar því að þar hafi menn skipt um skoðun. "Alls ekki. Við höfum alltaf sagt það sama. Það á ekki að fara inn á Gjástykki," segir Kristín Linda og bætir við að Gjástykki sé afskaplega mikilvægt og merkilegt svæði sem eigi að friðlýsa til framtíðar. Kristín Linda skýrir svarið fyrir sex árum með því að þá hafi stofnunin aðeins verið að segja álit sitt á yfirborðsrannsóknum. Það sé því alls ekki hægt að álykta út frá svarinu í desember 2004 að þá hafi Umhverfisstofnun verið að blessa rannsóknaáætlunina.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira