Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 13:45 Fangaklefi. Myndin er úr safni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð og vistað í fangaklefa eftir að hann fékk flogakast undir stýri. Atvikið átti sér stað árið 2003 þegar maðurinn var 21 árs gamall. Hinn flogaveiki hafði verið að aka hluta Njarðarbrautar í Reykjanesbæ þegar hann fékk skyndilega flogakast. Maðurinn ók út af í kjölfarið og missti meðvitund. Trylltist þegar hann vaknaði Lögreglan og sjúkrabíll komu á vettvang. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum var kunnugt um ástand mannsins samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var illa áttaður þegar hann rankaði við sér. Samkvæmt málsvörn lögreglunnar þá var maðurinn illur og ofbeldisfullur áður en lögreglan handtók hann. Maðurinn virðist hafa misst stjórn á skapi sínu sem varð til þess að lögreglan yfirbugaði hann og handjárnaði fyrir aftan bak. Honum var ekið á lögreglustöðina þar sem hann mátti dúsa í rúmlega tuttugu mínútur. Ekki heimilt að færa á lögreglustöð Héraðsdómur telur handtökuna löglega en aftur á móti hafi lögreglunni ekki verið heimilt að færa manninn á lögreglustöðina þar sem hann þurfti að dúsa þar til hann róaðist. Þá var enginn læknir kallaður til þrátt fyrir að maðurinn hafði lent í umferðaslysi auk þess sem hann var flogaveikur. Fram kemur í dóminum að maðurinn hefði ekki verið losaður úr járnunum þar sem hann hafði enn verið illur eftir handtökuna. Voru handjárnin ekki fjarlægð fyrr en eftir að hann hafði örmagnast eins og segir í dóminum, það er að segja um hálftíma síðar. Vaknaði í svitapolli Sjálfur sagði maðurinn að hann hefði rankað við sér í svitapolli á maganum, handjárnaður fyrir aftan bak. Hann bar á sömu lund fyrir dómi, að hann hefði rankað við sér grátandi og sveittur. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hafi farið út fyrir heimildir sínar til beitingar valds og með þeirri valdbeitingu bakað manninum tjón á saknæman og ólögmætan hátt. Dómurinn var fjölskipaður og vekur athygli að einn dómaranna, læknirinn Björn Sigurðsson, skilaði inn sératkvæði. Hann taldi lögregluna ekki hafa farið út fyrir vald sitt. Hann leit svo á að maðurinn hefði ekki verið sviptur frelsinu lengur en nauðsyn bar í ljósi skapofsans.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira