Myndar Frost og kínverska ólympíufara 22. desember 2011 06:45 Kvikmyndagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu í Kína um jólin.fréttablaðið/hag Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost. Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að taka sér frí frá tökum á íslensku spennumyndinni Frost og eyða jólunum í Kína við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola. „Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulandslið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári en Coca Cola er styrktaraðili kínverska liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna auglýsingaverkefnis. Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári þar sem hann vann með leikmönnum Manchester United og Barcelona. Evrópukeppnin í fótbolta verður haldin næsta sumar og býst Ágúst við því að vinna við eitthvað tengt henni. „Sérstaklega fyrst Englendingar eru búnir að koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir því að hitta Terry, Rooney og Lampard einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-aðdáandinn Ágúst léttur. Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal og handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð. Það er skemmtilegt að takast á við veðrið og jökulinn og allar þessar aðstæður. Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég held að þetta verði alveg þrusugóð spennumynd.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost. Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að taka sér frí frá tökum á íslensku spennumyndinni Frost og eyða jólunum í Kína við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola. „Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulandslið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári en Coca Cola er styrktaraðili kínverska liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna auglýsingaverkefnis. Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári þar sem hann vann með leikmönnum Manchester United og Barcelona. Evrópukeppnin í fótbolta verður haldin næsta sumar og býst Ágúst við því að vinna við eitthvað tengt henni. „Sérstaklega fyrst Englendingar eru búnir að koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir því að hitta Terry, Rooney og Lampard einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-aðdáandinn Ágúst léttur. Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal og handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð. Það er skemmtilegt að takast á við veðrið og jökulinn og allar þessar aðstæður. Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég held að þetta verði alveg þrusugóð spennumynd.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira