Ákvarðanataka og íslenskt samfélag Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 7. mars 2011 10:59 Ákvarðanataka er mikilvæg fyrir þróun íslensks samfélags og hefur afgerandi áhrif á hvert þjóðfélagið stefnir. Á undanförnum árum hafa margar vondar ákvarðanir verið teknar sem hafa komið þjóðinni í það kreppuástand sem nú ríkir og ekki sér fyrir endann á. Ákvarðanir sem teknar eru einungis með efnahagsleg áhrif að leiðarljósi eru vondar ákvarðanir sem koma til með að viðhalda kreppuástandinu og stuðla að aukinni mismunum og fátækt. Upphaf kreppunnar Stærsta og áhrifaríkasta setning sem skrifuð hefur verið og breytti öllu þjóðfélaginu, að mínu mati, eru lokaorð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Skýrsla upp á rúmar 160 blaðsíður sem er eins og hryllingssaga um fyrirhugaða aðför að og eyðileggingu á náttúru Íslands. Þó var óþarfi að fara svona ítarlega yfir eyðilegginguna hún var augljós og lá fyrir alveg frá upphafi. Og augljóslega átti heldur ekkert að taka tillit til hennar við ákvarðanatökuna. Þessi setning var upphafið að kreppunni. ,,Niðurstaða Landsvirkjunar er að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir.”Sviðin jörð Það lá aldrei ljóst fyrir hver þessi mikli efnahagslegi ávinningur þjóðarinnar var. Ekkert opinbert mat á efnahagsáhrifum virkjunarinnar fyrir íslenskt samfélag fór fram og forsendurnar fyrir þessu slagorði Landsvirkjunar voru að mestu leyti leyndarmál. Ekkert var hlustað á þá sem reyndu að geta í eyðurnar og koma skilaboðum til þjóðarinnar um hvert stefndi. Allir vita núna hvernig fór. Íslenskt efnahagslíf er sviðin jörð eftir fyrirtæki og einstaklinga sem tóku ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum með eigin hag og hámarksgróða að leiðarljósi en sýndu enga samfélagslega ábyrgð svo vægt sé til orða tekið.Afdrifaríkar ákvarðanir En þjóðin virðist ekkert hafa lært. Ennþá er verið að taka afdrifaríkar ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum án þess að skeyta nokkuð um önnur áhrif, til dæmis félagsleg áhrif. Háværar eru raddir manna sem halda ennþá að hámarksnýting náttúruauðlindanna sé það eina sem getur bjargað þjóðinni. Vonandi komast þeir ekki aftur til valda! Fyrirtæki komast upp með að sýna enga samfélagslega ábyrgð og hámarksgróðinn einn er driffjöðurin. Markvisst er verið að segja fólki upp störfum til að hagræða efnahgaslega með ófyrirsjáanlegum félagslegum afleiðingum. Skuldir fyrirtækja sem höfðu hámarksgróða að leiðarljósi eru afskrifaðar en álögur á heimilin í landinu auknar. Allt á efnahagslegum forsendum.Breytum þjóðfélaginu Þjóðfélagið á ekki eftir að breytast fyrr en við hættum að taka ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum. Hættum að eiga viðskipti við fyrirtæki sem ekki hafa samfélagslega ábyrgð á stefnuskrá. Hættum að taka pólitískar ákvarðanir þar sem efnahagsáhrifin ein eru forsenda ákvarðana. Ef við ætlum að komast upp úr kreppunni þarf að taka allar ákvarðanir í anda sjálfbærrar þróunar. Ákvarðanir þar sem borin eru saman efnahagsleg-, félagsleg- og umhverfisáhrif og ákvarðanir teknar út frá því. Þetta á við um allar ákvarðanir, stórar og litlar, stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga. Ákvarðanir sem einungis eru teknar á efnahagslegum forsendum eru vondar ákvarðanir sem auka á og viðhalda neikvæðum áhrifum á þróun samfélagsins á öllum stigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvarðanataka er mikilvæg fyrir þróun íslensks samfélags og hefur afgerandi áhrif á hvert þjóðfélagið stefnir. Á undanförnum árum hafa margar vondar ákvarðanir verið teknar sem hafa komið þjóðinni í það kreppuástand sem nú ríkir og ekki sér fyrir endann á. Ákvarðanir sem teknar eru einungis með efnahagsleg áhrif að leiðarljósi eru vondar ákvarðanir sem koma til með að viðhalda kreppuástandinu og stuðla að aukinni mismunum og fátækt. Upphaf kreppunnar Stærsta og áhrifaríkasta setning sem skrifuð hefur verið og breytti öllu þjóðfélaginu, að mínu mati, eru lokaorð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Skýrsla upp á rúmar 160 blaðsíður sem er eins og hryllingssaga um fyrirhugaða aðför að og eyðileggingu á náttúru Íslands. Þó var óþarfi að fara svona ítarlega yfir eyðilegginguna hún var augljós og lá fyrir alveg frá upphafi. Og augljóslega átti heldur ekkert að taka tillit til hennar við ákvarðanatökuna. Þessi setning var upphafið að kreppunni. ,,Niðurstaða Landsvirkjunar er að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir.”Sviðin jörð Það lá aldrei ljóst fyrir hver þessi mikli efnahagslegi ávinningur þjóðarinnar var. Ekkert opinbert mat á efnahagsáhrifum virkjunarinnar fyrir íslenskt samfélag fór fram og forsendurnar fyrir þessu slagorði Landsvirkjunar voru að mestu leyti leyndarmál. Ekkert var hlustað á þá sem reyndu að geta í eyðurnar og koma skilaboðum til þjóðarinnar um hvert stefndi. Allir vita núna hvernig fór. Íslenskt efnahagslíf er sviðin jörð eftir fyrirtæki og einstaklinga sem tóku ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum með eigin hag og hámarksgróða að leiðarljósi en sýndu enga samfélagslega ábyrgð svo vægt sé til orða tekið.Afdrifaríkar ákvarðanir En þjóðin virðist ekkert hafa lært. Ennþá er verið að taka afdrifaríkar ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum án þess að skeyta nokkuð um önnur áhrif, til dæmis félagsleg áhrif. Háværar eru raddir manna sem halda ennþá að hámarksnýting náttúruauðlindanna sé það eina sem getur bjargað þjóðinni. Vonandi komast þeir ekki aftur til valda! Fyrirtæki komast upp með að sýna enga samfélagslega ábyrgð og hámarksgróðinn einn er driffjöðurin. Markvisst er verið að segja fólki upp störfum til að hagræða efnahgaslega með ófyrirsjáanlegum félagslegum afleiðingum. Skuldir fyrirtækja sem höfðu hámarksgróða að leiðarljósi eru afskrifaðar en álögur á heimilin í landinu auknar. Allt á efnahagslegum forsendum.Breytum þjóðfélaginu Þjóðfélagið á ekki eftir að breytast fyrr en við hættum að taka ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum. Hættum að eiga viðskipti við fyrirtæki sem ekki hafa samfélagslega ábyrgð á stefnuskrá. Hættum að taka pólitískar ákvarðanir þar sem efnahagsáhrifin ein eru forsenda ákvarðana. Ef við ætlum að komast upp úr kreppunni þarf að taka allar ákvarðanir í anda sjálfbærrar þróunar. Ákvarðanir þar sem borin eru saman efnahagsleg-, félagsleg- og umhverfisáhrif og ákvarðanir teknar út frá því. Þetta á við um allar ákvarðanir, stórar og litlar, stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga. Ákvarðanir sem einungis eru teknar á efnahagslegum forsendum eru vondar ákvarðanir sem auka á og viðhalda neikvæðum áhrifum á þróun samfélagsins á öllum stigum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar