Ákvarðanataka og íslenskt samfélag Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 7. mars 2011 10:59 Ákvarðanataka er mikilvæg fyrir þróun íslensks samfélags og hefur afgerandi áhrif á hvert þjóðfélagið stefnir. Á undanförnum árum hafa margar vondar ákvarðanir verið teknar sem hafa komið þjóðinni í það kreppuástand sem nú ríkir og ekki sér fyrir endann á. Ákvarðanir sem teknar eru einungis með efnahagsleg áhrif að leiðarljósi eru vondar ákvarðanir sem koma til með að viðhalda kreppuástandinu og stuðla að aukinni mismunum og fátækt. Upphaf kreppunnar Stærsta og áhrifaríkasta setning sem skrifuð hefur verið og breytti öllu þjóðfélaginu, að mínu mati, eru lokaorð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Skýrsla upp á rúmar 160 blaðsíður sem er eins og hryllingssaga um fyrirhugaða aðför að og eyðileggingu á náttúru Íslands. Þó var óþarfi að fara svona ítarlega yfir eyðilegginguna hún var augljós og lá fyrir alveg frá upphafi. Og augljóslega átti heldur ekkert að taka tillit til hennar við ákvarðanatökuna. Þessi setning var upphafið að kreppunni. ,,Niðurstaða Landsvirkjunar er að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir.”Sviðin jörð Það lá aldrei ljóst fyrir hver þessi mikli efnahagslegi ávinningur þjóðarinnar var. Ekkert opinbert mat á efnahagsáhrifum virkjunarinnar fyrir íslenskt samfélag fór fram og forsendurnar fyrir þessu slagorði Landsvirkjunar voru að mestu leyti leyndarmál. Ekkert var hlustað á þá sem reyndu að geta í eyðurnar og koma skilaboðum til þjóðarinnar um hvert stefndi. Allir vita núna hvernig fór. Íslenskt efnahagslíf er sviðin jörð eftir fyrirtæki og einstaklinga sem tóku ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum með eigin hag og hámarksgróða að leiðarljósi en sýndu enga samfélagslega ábyrgð svo vægt sé til orða tekið.Afdrifaríkar ákvarðanir En þjóðin virðist ekkert hafa lært. Ennþá er verið að taka afdrifaríkar ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum án þess að skeyta nokkuð um önnur áhrif, til dæmis félagsleg áhrif. Háværar eru raddir manna sem halda ennþá að hámarksnýting náttúruauðlindanna sé það eina sem getur bjargað þjóðinni. Vonandi komast þeir ekki aftur til valda! Fyrirtæki komast upp með að sýna enga samfélagslega ábyrgð og hámarksgróðinn einn er driffjöðurin. Markvisst er verið að segja fólki upp störfum til að hagræða efnahgaslega með ófyrirsjáanlegum félagslegum afleiðingum. Skuldir fyrirtækja sem höfðu hámarksgróða að leiðarljósi eru afskrifaðar en álögur á heimilin í landinu auknar. Allt á efnahagslegum forsendum.Breytum þjóðfélaginu Þjóðfélagið á ekki eftir að breytast fyrr en við hættum að taka ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum. Hættum að eiga viðskipti við fyrirtæki sem ekki hafa samfélagslega ábyrgð á stefnuskrá. Hættum að taka pólitískar ákvarðanir þar sem efnahagsáhrifin ein eru forsenda ákvarðana. Ef við ætlum að komast upp úr kreppunni þarf að taka allar ákvarðanir í anda sjálfbærrar þróunar. Ákvarðanir þar sem borin eru saman efnahagsleg-, félagsleg- og umhverfisáhrif og ákvarðanir teknar út frá því. Þetta á við um allar ákvarðanir, stórar og litlar, stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga. Ákvarðanir sem einungis eru teknar á efnahagslegum forsendum eru vondar ákvarðanir sem auka á og viðhalda neikvæðum áhrifum á þróun samfélagsins á öllum stigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ákvarðanataka er mikilvæg fyrir þróun íslensks samfélags og hefur afgerandi áhrif á hvert þjóðfélagið stefnir. Á undanförnum árum hafa margar vondar ákvarðanir verið teknar sem hafa komið þjóðinni í það kreppuástand sem nú ríkir og ekki sér fyrir endann á. Ákvarðanir sem teknar eru einungis með efnahagsleg áhrif að leiðarljósi eru vondar ákvarðanir sem koma til með að viðhalda kreppuástandinu og stuðla að aukinni mismunum og fátækt. Upphaf kreppunnar Stærsta og áhrifaríkasta setning sem skrifuð hefur verið og breytti öllu þjóðfélaginu, að mínu mati, eru lokaorð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Skýrsla upp á rúmar 160 blaðsíður sem er eins og hryllingssaga um fyrirhugaða aðför að og eyðileggingu á náttúru Íslands. Þó var óþarfi að fara svona ítarlega yfir eyðilegginguna hún var augljós og lá fyrir alveg frá upphafi. Og augljóslega átti heldur ekkert að taka tillit til hennar við ákvarðanatökuna. Þessi setning var upphafið að kreppunni. ,,Niðurstaða Landsvirkjunar er að umhverfisáhrif virkjunarinnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir.”Sviðin jörð Það lá aldrei ljóst fyrir hver þessi mikli efnahagslegi ávinningur þjóðarinnar var. Ekkert opinbert mat á efnahagsáhrifum virkjunarinnar fyrir íslenskt samfélag fór fram og forsendurnar fyrir þessu slagorði Landsvirkjunar voru að mestu leyti leyndarmál. Ekkert var hlustað á þá sem reyndu að geta í eyðurnar og koma skilaboðum til þjóðarinnar um hvert stefndi. Allir vita núna hvernig fór. Íslenskt efnahagslíf er sviðin jörð eftir fyrirtæki og einstaklinga sem tóku ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum með eigin hag og hámarksgróða að leiðarljósi en sýndu enga samfélagslega ábyrgð svo vægt sé til orða tekið.Afdrifaríkar ákvarðanir En þjóðin virðist ekkert hafa lært. Ennþá er verið að taka afdrifaríkar ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum án þess að skeyta nokkuð um önnur áhrif, til dæmis félagsleg áhrif. Háværar eru raddir manna sem halda ennþá að hámarksnýting náttúruauðlindanna sé það eina sem getur bjargað þjóðinni. Vonandi komast þeir ekki aftur til valda! Fyrirtæki komast upp með að sýna enga samfélagslega ábyrgð og hámarksgróðinn einn er driffjöðurin. Markvisst er verið að segja fólki upp störfum til að hagræða efnahgaslega með ófyrirsjáanlegum félagslegum afleiðingum. Skuldir fyrirtækja sem höfðu hámarksgróða að leiðarljósi eru afskrifaðar en álögur á heimilin í landinu auknar. Allt á efnahagslegum forsendum.Breytum þjóðfélaginu Þjóðfélagið á ekki eftir að breytast fyrr en við hættum að taka ákvarðanir einungis á efnahagslegum forsendum. Hættum að eiga viðskipti við fyrirtæki sem ekki hafa samfélagslega ábyrgð á stefnuskrá. Hættum að taka pólitískar ákvarðanir þar sem efnahagsáhrifin ein eru forsenda ákvarðana. Ef við ætlum að komast upp úr kreppunni þarf að taka allar ákvarðanir í anda sjálfbærrar þróunar. Ákvarðanir þar sem borin eru saman efnahagsleg-, félagsleg- og umhverfisáhrif og ákvarðanir teknar út frá því. Þetta á við um allar ákvarðanir, stórar og litlar, stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga. Ákvarðanir sem einungis eru teknar á efnahagslegum forsendum eru vondar ákvarðanir sem auka á og viðhalda neikvæðum áhrifum á þróun samfélagsins á öllum stigum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun