Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíknefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tveir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi.
Þetta voru tveir karlar, 40 og 55 ára, og ein kona, 17 ára.
Öðrum karlinum var veitt eftirför um langan veg en viðkomandi reyndist einnig eftirlýstur fyrir aðrar sakir.
