Innlent

Umdeilanlegur ávinningur breytinga

Fanný Heimisdóttir og fleiri starfsmenn leikskóla borgarinnar eru ósátt við hagræðingartillögurnar.
Fréttablaðið/Vilhelm
Fanný Heimisdóttir og fleiri starfsmenn leikskóla borgarinnar eru ósátt við hagræðingartillögurnar. Fréttablaðið/Vilhelm
Fyrirhugaðar breytingar í skólamálum Reykjavíkurborgar hafa mætt mikilli andstöðu frá foreldrum, fagfólki og fulltrúum minnihlutans. Allt frá upphafi hafa ýmsir hópar kvartað yfir mörgum þáttum sem að málinu snúa. Foreldrafélög og félög kennara og skólastjórnenda hafa meðal annars lýst yfir áhyggjum af því hvort litið sé framhjá faglegum sjónarmiðum en þess í stað hafi áherslan verið á fjárhagslegu hliðina og sparnað.

Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri á Ösp í Breiðholti, sem á að sameina Hraunborg, sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri ósátt við tillögurnar. „Í Breiðholti verða tíu leikskólar sameinaðir og hvað mun verða af þeim stjórnendum sem ekki verða endurráðnir? Þetta er bara allt of lítil hagræðing miðað við raskið sem af þessu hlýst. Svo styðjast borgaryfirvöld ekki við neinar rannsóknir sem segja að betri árangur verði af starfi í stærri einingum.“

Þá hafa fulltrúar minnihlutans einnig átalið hve lítill fjárhagslegur ávinningur sé af aðgerðunum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks segja meðal annars að tillögurnar séu ekki réttlætanlegar.

„Sá litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er dýru verði keyptur ef rót í skólum borgarinnar á viðkvæmum tímum í efnahagslífinu verður langvarandi“, segir í tilkynningu frá þeim. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×