Líf fyrir konur Reynir Tómas Geirsson skrifar 4. mars 2011 10:16 Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun