Líf fyrir konur Reynir Tómas Geirsson skrifar 4. mars 2011 10:16 Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 60 árum, 4. janúar 1949, var opnuð ný bygging við Landspítalann, Fæðingadeildin. Fyrir metnað og áhuga margra, ekki síst samtaka íslenskra kvenna, var deildin stækkuð árið 1975 og gerð að Kvennadeildinni. Konur úr öllum landsfjórðungum létu sig það mál varða til að hægt væri að sinna betur sérstökum heilbrigðisvandamálum kvenna. Þetta átti ekki síst við um krabbamein og aðra alvarlega sjúkdóma í kynfærum kvenna. Kvennadeildin, eða „fæðingadeildin" eins og hún var áfram í huga fólks, varð um leið stærsta fæðingaeining landsins, og staður fyrir konur hvaðanæva af landinu þegar hættuástand kom upp í meðgöngu og sérhæfða kunnáttu þurfti til að annast móður, ófætt barn hennar eða nýburann. Þar þurfti vökudeild, sérstakar skurðstofur fyrir konur, meðferðarúrræði fyrir krabbamein, fyrir frjósemivandamál og rannsókna- og kennsluaðstöðu. Þetta var mikil framför. Húsnæðið var samt barn síns tíma og hannað með öðrum viðhorfum gagnvart hjúkrun og lækningum en nú teljast góð. Þjóðinni hefur fjölgað um þriðjung. Þarna áttu að vera í mesta lagi 2500 fæðingar á ári en eru nú 3500. Nú er mun meira gegnumstreymi fólks á Kvennadeildinni en nokkurn hafði órað fyrir. Viðhorf og þarfir hafa breytst. Fyrir löngu er komið að því endurnýja. Aðstaða vegna kvensjúkdóma og fæðinga þarf að verða eins og best gerist annars staðar. Ný samtök kvenna og karla, sem hafa fengið stutt og lýsandi nafn, Líf, ætla að safna fé þessu málefni til styrktar. Vonandi tekst almenningi og samtökunum að fá stjórnvöld í lið með sér, líkt og þegar Hringskonur, sem líka hafa reynst Kvennadeildinni vel, lögðu fram mikið af því sem þurfti til að byggja Barnaspítalann. Í nýju skipulagi háskólasjúkrahússins verður Kvennadeildin áfram í sömu byggingu. Hún þyrfti í raun að stækka að minnsta kosti um þriðjung, en það gerist ekki á næstunni. Ekki má þó bíða öllu lengur með úrbætur fyrir konur sem leita á deildina vegna sértækra kvensjúkdóma, eins og þvagfæra- og grindarbotnsvandamála, legslímuflakks eða krabbameina í legi, eggjastokkum og brjóstum. Þar þarf meðal annars nýjan tækjakost. Einnig þarf að bæta aðstöðu fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra. Árið 1975 var ekki gert ráð fyrir körlunum. Þeir áttu að vera heima eða í „pabbaherbergi" frammi á gangi og máttu koma í heimsókn tvisvar á dag. Lagfæra þarf húsnæði sem nú bíður óinnréttað eða er ófullnægjandi, þannig að foreldrar hafi nútímalega aðstöðu meðan þau eru á deildinni. Fátt getur verið betra fyrir samfélagið en að vel sé búið að heilbrigðismálum kvenna. Líf þarf á stuðningi allra að halda, enda er Kvennadeildin staður allra landsmanna. Mörg okkar hafa fæðst á Kvennadeildinni og svo margar konur hafa þurft að leita þangað vegna stærri og minni vandamála að sannarlega má vænta góðs stuðnings almennings föstudagskvöldið 4.mars, þegar landssöfnun fer fram á Stöð 2. Verið þá með í að tryggja „Líf" fyrir framtíðina.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun