Handbolti

Þórir og félagar slóu út Rhein-Neckar Löwen

Þórir kynntur sem nýr leikmaður liðsins.
Þórir kynntur sem nýr leikmaður liðsins. Mynd. / Heimasíða Kielce
Íslendingaliðið, Rhein-Neckar Löwen, verður ekki með í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð en liðið féll úr leik í forkeppninni gegn Þóri Ólafssyni og félögum í Kielce frá Póllandi.

Um var að ræða hreinan úrslitaleik um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en Kielce sigraði 32-30 í framlengdum leik.

Í gær lék Rhein-Neckar Löwen við Dunkerque frá Frakklandi og sigraði þar nokkuð sannfærandi. Kielce  vann Valladolid frá Spáni og því mættust þessi lið í dag um sætið í Meistaradeild Evrópu.

Kielce eru því komnir í riðlakeppnina og mæta þar Medvedi, Veszprém, Atlético Madrid, Füchse Berlín og Bjerringbro-Silkeborg, en þessi lið verða andstæðingar Þóris og félaga í riðlakeppninni.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen og Róbert Gunnarsson er leikmaður liðsins, en þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir þýska liðið.

Rhein-Neckar Löwen tekur því þátt í EHF-bikarnum í vetur og eiga að fara langt í þeirri keppni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×