Heimskautasvæðin í alþjóðlegri samræðu Dr. Níels Einarsson skrifar 25. júní 2011 07:00 Norðurslóðir hafa fengið aukið vægi í alþjóðlegri umræðu undanfarin ár og tengist það ekki síst hnattrænum umhverfisbreytingum og áhrifum þeirra á svæðinu. Gera má ráð fyrir aukinni sókn í auðlindir og umhverfisgæði norðursvæða og aukinni skipaumferð því samfara en þau tækifæri sem þar gefast eru ekki án áhættu fyrir haf- og strandsvæði og þá ekki síður fyrir samfélög svæðisins, sem mörg hver byggja afkomu sína á nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Jafnframt hefur hækkandi hitastig með bráðnun íss og styttri og mildari vetrum í för með sér tækifæri sem tengjast t.d. orkuöflun, landbúnaði og ferðamennsku. Þær breytingar sem núverandi kynslóðir eru vitni að eru hnattrænar með svæðisbundnum afleiðingum og aðlögun en tengjast einnig frumkvæði fólks á svæðinu sem birtist í aukinni pólitískri sjálfstjórn og menningarlegri vakningu. Þessar breytingar eru margþættar, flóknar og samtvinnaðar og kalla á rannsóknir, vöktun og alþjóðlegt samstarf á öllum sviðum umhverfis og samfélagsþróunar þannig að sem best þekking liggi til grundvallar við ákvarðanir um framtíð norðurslóða. Íslensk norðurslóðamálefni snúa að rannsóknum, vöktun, fræðslu og almennri umræðu sem tengjast sérstakri og sameiginlegri náttúru, samfélagsmenningu, atvinnuháttum og sögu norðurslóða í alþjóðlegu samhengi. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar má benda á það fjölþætta og hlutfallslega öfluga starf sem þegar er innt af hendi við stofnanir og verkefni hér á landi og sem vakið hefur alþjóðlega athygli og viðurkenningu. Íslendingar hafa þannig haslað sér völl í alþjóðlegu samstarfi norðurhjarans og hér eru reglulega haldnir fundir og ráðstefnur sem vekja enn frekari athygli á umsvifum, innlendri getu og reynslu til þátttöku á jafnræðisgrundvelli við sköpun þekkingar og samstarfs sem sameiginleg viðfangsefni og vandamál samfélaga svæðisins kalla á. Um sumarsólstöður er haldin á Akureyri sjöunda ráðstefna Alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna (IASSA). Ráðstefnuna skipulagði aðsetur samtakanna (sjá www.iassa.org) sem hefur undanfarin þrjú ár starfað undir forystu dr. Joan Nymand Larsen, forseta IASSA, innan veggja Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar er dr. Jón Haukur Ingimundarson og er hún haldin við Háskólann á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, Rannís, Arctic Portal, Rannsóknaþing norðursins og Ferðaskrifstofu Akureyrar. Ráðstefnan, sem hófst 22. júní, stendur í fjóra daga og í henni taka þátt á fimmta hundrað fræðimanna og sérfræðingar frá um 30 löndum. Þetta er stærsta vísindaráðstefna sem haldin hefur verið í heimskautabænum Akureyri. Titill ráðstefnunnar er Sjónarhorn heimskautasvæðanna í alþjóðlegri samræðu og vísar sérstaklega til þess hversu samþætt þróun og framtíð arktískra samfélaga er hnattrænum umhverfisbreytingum og samskiptum á heimsvísu. Jafnframt er um að ræða ákveðin skilaboð um að ekki beri að líta á norðurslóðir sem óbyggðir og uppsprettu auðlinda, eða samfélög svæðisins sem óvirka þolendur breytinga, heldur séu íbúar norðursins virkir þátttakendur sem takist á við breytingar og geri þær þannig að afurð sköpunar og samfélagslegrar aðlögunarhæfni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurslóðir hafa fengið aukið vægi í alþjóðlegri umræðu undanfarin ár og tengist það ekki síst hnattrænum umhverfisbreytingum og áhrifum þeirra á svæðinu. Gera má ráð fyrir aukinni sókn í auðlindir og umhverfisgæði norðursvæða og aukinni skipaumferð því samfara en þau tækifæri sem þar gefast eru ekki án áhættu fyrir haf- og strandsvæði og þá ekki síður fyrir samfélög svæðisins, sem mörg hver byggja afkomu sína á nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Jafnframt hefur hækkandi hitastig með bráðnun íss og styttri og mildari vetrum í för með sér tækifæri sem tengjast t.d. orkuöflun, landbúnaði og ferðamennsku. Þær breytingar sem núverandi kynslóðir eru vitni að eru hnattrænar með svæðisbundnum afleiðingum og aðlögun en tengjast einnig frumkvæði fólks á svæðinu sem birtist í aukinni pólitískri sjálfstjórn og menningarlegri vakningu. Þessar breytingar eru margþættar, flóknar og samtvinnaðar og kalla á rannsóknir, vöktun og alþjóðlegt samstarf á öllum sviðum umhverfis og samfélagsþróunar þannig að sem best þekking liggi til grundvallar við ákvarðanir um framtíð norðurslóða. Íslensk norðurslóðamálefni snúa að rannsóknum, vöktun, fræðslu og almennri umræðu sem tengjast sérstakri og sameiginlegri náttúru, samfélagsmenningu, atvinnuháttum og sögu norðurslóða í alþjóðlegu samhengi. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar má benda á það fjölþætta og hlutfallslega öfluga starf sem þegar er innt af hendi við stofnanir og verkefni hér á landi og sem vakið hefur alþjóðlega athygli og viðurkenningu. Íslendingar hafa þannig haslað sér völl í alþjóðlegu samstarfi norðurhjarans og hér eru reglulega haldnir fundir og ráðstefnur sem vekja enn frekari athygli á umsvifum, innlendri getu og reynslu til þátttöku á jafnræðisgrundvelli við sköpun þekkingar og samstarfs sem sameiginleg viðfangsefni og vandamál samfélaga svæðisins kalla á. Um sumarsólstöður er haldin á Akureyri sjöunda ráðstefna Alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna (IASSA). Ráðstefnuna skipulagði aðsetur samtakanna (sjá www.iassa.org) sem hefur undanfarin þrjú ár starfað undir forystu dr. Joan Nymand Larsen, forseta IASSA, innan veggja Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar er dr. Jón Haukur Ingimundarson og er hún haldin við Háskólann á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, Rannís, Arctic Portal, Rannsóknaþing norðursins og Ferðaskrifstofu Akureyrar. Ráðstefnan, sem hófst 22. júní, stendur í fjóra daga og í henni taka þátt á fimmta hundrað fræðimanna og sérfræðingar frá um 30 löndum. Þetta er stærsta vísindaráðstefna sem haldin hefur verið í heimskautabænum Akureyri. Titill ráðstefnunnar er Sjónarhorn heimskautasvæðanna í alþjóðlegri samræðu og vísar sérstaklega til þess hversu samþætt þróun og framtíð arktískra samfélaga er hnattrænum umhverfisbreytingum og samskiptum á heimsvísu. Jafnframt er um að ræða ákveðin skilaboð um að ekki beri að líta á norðurslóðir sem óbyggðir og uppsprettu auðlinda, eða samfélög svæðisins sem óvirka þolendur breytinga, heldur séu íbúar norðursins virkir þátttakendur sem takist á við breytingar og geri þær þannig að afurð sköpunar og samfélagslegrar aðlögunarhæfni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar