Skólastarf í kristna landinu Íslandi Ragnar K. Gestsson skrifar 25. júní 2011 08:00 Mig langar að þakka Dögg Harðardóttur fyrir ágæta grein hinn 21. júní sl. Þar fjallar hún um þær tillögur mannréttindaráðs að loka aðgengi trúarsamfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Þetta er merkilegt mál þar sem mannréttindaráð ætlar að taka skref í átt frá stjórnarskrárbundnum rétti Íslendinga og ýmsar blikur eru á lofti að samsteypuborgarstjórn Besta (?) flokksins og Samfylkingar ætli sér að fara þá leið. Þessu vil ég mótmæla harðlega. Ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé hlutverk mannréttindaráðs að gerilsneyða skólastarf á Íslandi. Því fyrst mannréttindaráð vill stíga þetta fyrsta skref frá þeim sjálfsögðu mannréttindum að njóta uppfræðslu í trúarlegu starfi í landi þar sem þjóðkirkja er kristin, er mjög líklegt að í næstu skrefum verði höggvið í sama knérunn. Það rísa upp með reglulegu millibili trúleysihópar sem láta hátt, tala digurbarkalega um hættuna sem Jesúbarnið skapar fyrir önnur börn og heimta að skólastarf sé lagað að kröfum þeirra. Fréttir af syndugu líferni kristinna einstaklinga hafa síðan því miður verið olía á eld þessara hópa. En afbrot þeirra rýra á engan hátt þann fagnaðarboðskap sem Biblían færir okkur. Því megum við ekki láta þetta yfir okkur ganga. Verum óhrædd við að stíga fram og láta skoðanir okkar í ljós. Látum ekki minnihlutahópunum eftir skoðanamyndandi umræðu heldur „berjumst“ fyrir börnunum okkar og skólunum þeirra. Og leyfum þessum röddum að berast inn í skólana. Látum skólastarf verða grundvöll fyrir skoðanaskipti um gæði hluta, hugsunar og skoðana og brýnum fyrir börnunum okkar gagnrýna hugsun. Við viljum ekki ala upp kynslóðir sem vegna ofverndar og mötunar hafa hvorki getu til að hugsa sjálfstæða hugsun né taka sjálfstæða ákvörðun. Ólíkt mannréttindaráði treysti ég íslensku börnum okkar til að taka upplýsta ákvörðun með foreldrum sínum hvort heldur þau vilja ganga í skátana, tilheyra kristinni kirkju eða stunda íþróttir. Ég vil síðan líka hvetja kristið fólk til að láta nú loksins í sér heyra, látum ekki ræna okkur þeim áfangasigrum sem 1.000 ára kristni í landinu hefur fært okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka Dögg Harðardóttur fyrir ágæta grein hinn 21. júní sl. Þar fjallar hún um þær tillögur mannréttindaráðs að loka aðgengi trúarsamfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Þetta er merkilegt mál þar sem mannréttindaráð ætlar að taka skref í átt frá stjórnarskrárbundnum rétti Íslendinga og ýmsar blikur eru á lofti að samsteypuborgarstjórn Besta (?) flokksins og Samfylkingar ætli sér að fara þá leið. Þessu vil ég mótmæla harðlega. Ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé hlutverk mannréttindaráðs að gerilsneyða skólastarf á Íslandi. Því fyrst mannréttindaráð vill stíga þetta fyrsta skref frá þeim sjálfsögðu mannréttindum að njóta uppfræðslu í trúarlegu starfi í landi þar sem þjóðkirkja er kristin, er mjög líklegt að í næstu skrefum verði höggvið í sama knérunn. Það rísa upp með reglulegu millibili trúleysihópar sem láta hátt, tala digurbarkalega um hættuna sem Jesúbarnið skapar fyrir önnur börn og heimta að skólastarf sé lagað að kröfum þeirra. Fréttir af syndugu líferni kristinna einstaklinga hafa síðan því miður verið olía á eld þessara hópa. En afbrot þeirra rýra á engan hátt þann fagnaðarboðskap sem Biblían færir okkur. Því megum við ekki láta þetta yfir okkur ganga. Verum óhrædd við að stíga fram og láta skoðanir okkar í ljós. Látum ekki minnihlutahópunum eftir skoðanamyndandi umræðu heldur „berjumst“ fyrir börnunum okkar og skólunum þeirra. Og leyfum þessum röddum að berast inn í skólana. Látum skólastarf verða grundvöll fyrir skoðanaskipti um gæði hluta, hugsunar og skoðana og brýnum fyrir börnunum okkar gagnrýna hugsun. Við viljum ekki ala upp kynslóðir sem vegna ofverndar og mötunar hafa hvorki getu til að hugsa sjálfstæða hugsun né taka sjálfstæða ákvörðun. Ólíkt mannréttindaráði treysti ég íslensku börnum okkar til að taka upplýsta ákvörðun með foreldrum sínum hvort heldur þau vilja ganga í skátana, tilheyra kristinni kirkju eða stunda íþróttir. Ég vil síðan líka hvetja kristið fólk til að láta nú loksins í sér heyra, látum ekki ræna okkur þeim áfangasigrum sem 1.000 ára kristni í landinu hefur fært okkur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar