Að ræða eða ræða ekki 62. gr. stjórnarskrárinnar Hjalti Hugason skrifar 17. maí 2011 10:00 Í Fréttablaðinu 11. maí s.l. birtist hvatning frá nokkrum trú- og lífsskoðunarfélögum, baráttusamtökum fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnvel baráttusamtökum gegn trú til Stjórnlagaráðs um að „bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd þjóðkirkjunnar." Telja þessi samtök vænlegast að sértæk tillaga um niðurfellingu greinarinnar verði lögð í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu samfara kosningu um nýja stjórnarskrá. Ljóst er að ákvörðunarvald um niðurfellingu eða breytingu á 62. gr. stjskr. er í höndum þjóðarinnar. Það mál verður því að bera undir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu sbr. 2. mgr. 79. gr. stjskr. hvort sem það verður gert á grundvelli sértækrar tillögu, sem hluti af viðamiklum stjórnarskrárbreytingum eða við kosningar um alveg nýja stjórnarskrá. Með áskoruninni er Stjórnlagaráð hvatt til að velja alveg ákveðna leið í þessu efni, þ.e. að fara bókstaflega að fyrirmælum 79. gr. stjskr. og einangra 62. gr. þannig frá öðrum greinum stjórnarskrárinnar. Svo virðist sem þessi leið sé farin til að koma í veg fyrir sérstaka umræðu um greinina. Markmið þeirra sem undir hvatninguna rita er að afnema ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar og tryggja jafnrétti og fullt trúfrelsi einstaklinga óháð trúar- og lífsskoðunum þeirra. Þetta er í alla staði virðingarvert markmið sem keppa beri að. Meginhugsun þess kemur raunar þegar fram í 63.-65. gr. núgildandi stjórnarskrár. Þá ber þess að gæta að í innlendum og erlendum dómum hefur komið fram að þjóðkirkjuskipan á borð við þá sem fram kemur í 62. gr. stjskr. brjóti ekki í bága við trúfrelsi. Stjórnlagaráði ber þó vissulega að þróa þessa hugsjón áfram inn í 21. öldina. Það er hins vegar ekki víst að það verði best gert án umræðu um 62. gr. Nú þegar liggur fyrir Stjórnlagaráði tillaga um að ná sama markmiði og að ofan getur en með uppstokkun á öllu efni sjötta kafla stjskr. og nýjum tengslum hans við mannréttindaákvæði stjskr. Þar er lagt til að öll trú og lífsskoðanir verði lagðar að jöfnu, að staða trú- og lífsskoðunarfélaga verði jöfnuð þannig að ríkið styrki og verndi öll slík félög sem óska skráningar og uppfylla þau skilyrði sem um hana gilda og að sérstaða meirihlutakirkjunnar í landinu verði frekar táknræn en lagalegs eðlis. Á þennan hátt er mögulegt að þróa þá trúfrelsishefð sem hér hefur ráðið för frá 1874 á farsælan hátt inn í fjölhyggju 21. aldarinnar. Það er vonandi að Stjórnlagaráð reynist þeim vanda vaxið að taka einnig þann hluta stjórnarskrárinnar sem að trú- og kirkjumálum lýtur til málefnalegrar umræðu en hlaupi ekki frá vandanum með þeirri ódýru lausn sem fram kom í fyrrgreindri hvatningu. Að lokum skal Stjórnlagaráði óskað velfarnaðar í vandasömu starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 11. maí s.l. birtist hvatning frá nokkrum trú- og lífsskoðunarfélögum, baráttusamtökum fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnvel baráttusamtökum gegn trú til Stjórnlagaráðs um að „bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd þjóðkirkjunnar." Telja þessi samtök vænlegast að sértæk tillaga um niðurfellingu greinarinnar verði lögð í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu samfara kosningu um nýja stjórnarskrá. Ljóst er að ákvörðunarvald um niðurfellingu eða breytingu á 62. gr. stjskr. er í höndum þjóðarinnar. Það mál verður því að bera undir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu sbr. 2. mgr. 79. gr. stjskr. hvort sem það verður gert á grundvelli sértækrar tillögu, sem hluti af viðamiklum stjórnarskrárbreytingum eða við kosningar um alveg nýja stjórnarskrá. Með áskoruninni er Stjórnlagaráð hvatt til að velja alveg ákveðna leið í þessu efni, þ.e. að fara bókstaflega að fyrirmælum 79. gr. stjskr. og einangra 62. gr. þannig frá öðrum greinum stjórnarskrárinnar. Svo virðist sem þessi leið sé farin til að koma í veg fyrir sérstaka umræðu um greinina. Markmið þeirra sem undir hvatninguna rita er að afnema ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar og tryggja jafnrétti og fullt trúfrelsi einstaklinga óháð trúar- og lífsskoðunum þeirra. Þetta er í alla staði virðingarvert markmið sem keppa beri að. Meginhugsun þess kemur raunar þegar fram í 63.-65. gr. núgildandi stjórnarskrár. Þá ber þess að gæta að í innlendum og erlendum dómum hefur komið fram að þjóðkirkjuskipan á borð við þá sem fram kemur í 62. gr. stjskr. brjóti ekki í bága við trúfrelsi. Stjórnlagaráði ber þó vissulega að þróa þessa hugsjón áfram inn í 21. öldina. Það er hins vegar ekki víst að það verði best gert án umræðu um 62. gr. Nú þegar liggur fyrir Stjórnlagaráði tillaga um að ná sama markmiði og að ofan getur en með uppstokkun á öllu efni sjötta kafla stjskr. og nýjum tengslum hans við mannréttindaákvæði stjskr. Þar er lagt til að öll trú og lífsskoðanir verði lagðar að jöfnu, að staða trú- og lífsskoðunarfélaga verði jöfnuð þannig að ríkið styrki og verndi öll slík félög sem óska skráningar og uppfylla þau skilyrði sem um hana gilda og að sérstaða meirihlutakirkjunnar í landinu verði frekar táknræn en lagalegs eðlis. Á þennan hátt er mögulegt að þróa þá trúfrelsishefð sem hér hefur ráðið för frá 1874 á farsælan hátt inn í fjölhyggju 21. aldarinnar. Það er vonandi að Stjórnlagaráð reynist þeim vanda vaxið að taka einnig þann hluta stjórnarskrárinnar sem að trú- og kirkjumálum lýtur til málefnalegrar umræðu en hlaupi ekki frá vandanum með þeirri ódýru lausn sem fram kom í fyrrgreindri hvatningu. Að lokum skal Stjórnlagaráði óskað velfarnaðar í vandasömu starfi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar