Barnafjölskyldur standa verst Eldey Huld Jónsdóttir skrifar 6. maí 2011 06:00 Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil sinnt neyðaraðstoð bæði heima og erlendis. Nú þegar Íslendingar takast á við aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og aukna skuldabyrði er þörfin fyrir aðstoð meiri en áður. Undirrituð hóf starf sem félagsráðgjafi hjá innanlandsdeild Hjálparstarfsins vorið 2010 og hefur tekið þátt í að aðstoða hundruð fjölskyldna í mánuði hverjum. Mataraðstoð hefur sinn sess hjá okkur og hefur nú fengið nýjan farveg þar sem í stað matarpoka er barnafjölskyldum afhent inneignarkort í matvöruverslunum með ákveðinni upphæð eftir fjölskyldustærð. Lyfjakostnaður vegur þungt bæði hjá öryrkjum og öðrum sem takast á við tímabundin eða langvarandi veikindi og því er Hjálparstarfið að hlaupa undir bagga með tilfallandi lyfjakaupum. Samkvæmt niðurstöðum kannana og tölfræði okkar hefur hópurinn sem þarf á aðstoð að halda breyst í kjölfar kreppunnar og niðurstöður sýna að barnafjölskyldur standa einna verst. Börn öryrkja, atvinnulausra, foreldra á framfærslu félagsþjónustunnar og síðast en ekki síst vinnandi foreldra á lágmarkslaunum standa í mörgum tilfellum höllum fæti. Því er lögð áhersla á það í starfi okkar að greiða götu þessara barna með margvíslegri aðstoð m.a. með sérstakri aðstoð í skólabyrjun fyrir börn í grunn- og framhaldsskóla, greiðslu skólagjalda og bókakaupum. Börn efnalítilla og/eða skuldsettra foreldra geta einnig fengið greiddar tómstundir. Nú í sumarbyrjun er hugað að afþreyingu fyrir börnin, skóla fer senn að ljúka og ekkert er skemmtilegra í vinnunni en að vita til þess að fólk og fyrirtæki sem leggja okkur lið með fjárframlögum gera okkur kleift að styðja við bakið á börnum í sumar. Börnum, sem annars hefðu ekki átt þess kost að taka þátt í tómstundaiðkun, fara í sumarbúðir, fá reiðhjól eða annað sem gleður þau og styrkir félagslega. Hópur ungmenna í framhaldsskóla hefur einnig notið góðrar aðstoðar sem oftar en ekki hefur komið í veg fyrir að þau hafi flosnað úr skóla. Þessi hópur er að leggja grunn að framtíð sinni og þar er menntunin mikilvægasta fararnestið á fullorðinsárum. Ég vil nota tækifærið og hvetja landsmenn til góðrar þátttöku og leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í söfnunarátakinu sem nú stendur yfir. Það er hægt m.a. með því að greiða valgreiðslur í heimabönkum og fylgjast með fræðslu- og söfnunarþætti um fátækt á Stöð 2 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil sinnt neyðaraðstoð bæði heima og erlendis. Nú þegar Íslendingar takast á við aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og aukna skuldabyrði er þörfin fyrir aðstoð meiri en áður. Undirrituð hóf starf sem félagsráðgjafi hjá innanlandsdeild Hjálparstarfsins vorið 2010 og hefur tekið þátt í að aðstoða hundruð fjölskyldna í mánuði hverjum. Mataraðstoð hefur sinn sess hjá okkur og hefur nú fengið nýjan farveg þar sem í stað matarpoka er barnafjölskyldum afhent inneignarkort í matvöruverslunum með ákveðinni upphæð eftir fjölskyldustærð. Lyfjakostnaður vegur þungt bæði hjá öryrkjum og öðrum sem takast á við tímabundin eða langvarandi veikindi og því er Hjálparstarfið að hlaupa undir bagga með tilfallandi lyfjakaupum. Samkvæmt niðurstöðum kannana og tölfræði okkar hefur hópurinn sem þarf á aðstoð að halda breyst í kjölfar kreppunnar og niðurstöður sýna að barnafjölskyldur standa einna verst. Börn öryrkja, atvinnulausra, foreldra á framfærslu félagsþjónustunnar og síðast en ekki síst vinnandi foreldra á lágmarkslaunum standa í mörgum tilfellum höllum fæti. Því er lögð áhersla á það í starfi okkar að greiða götu þessara barna með margvíslegri aðstoð m.a. með sérstakri aðstoð í skólabyrjun fyrir börn í grunn- og framhaldsskóla, greiðslu skólagjalda og bókakaupum. Börn efnalítilla og/eða skuldsettra foreldra geta einnig fengið greiddar tómstundir. Nú í sumarbyrjun er hugað að afþreyingu fyrir börnin, skóla fer senn að ljúka og ekkert er skemmtilegra í vinnunni en að vita til þess að fólk og fyrirtæki sem leggja okkur lið með fjárframlögum gera okkur kleift að styðja við bakið á börnum í sumar. Börnum, sem annars hefðu ekki átt þess kost að taka þátt í tómstundaiðkun, fara í sumarbúðir, fá reiðhjól eða annað sem gleður þau og styrkir félagslega. Hópur ungmenna í framhaldsskóla hefur einnig notið góðrar aðstoðar sem oftar en ekki hefur komið í veg fyrir að þau hafi flosnað úr skóla. Þessi hópur er að leggja grunn að framtíð sinni og þar er menntunin mikilvægasta fararnestið á fullorðinsárum. Ég vil nota tækifærið og hvetja landsmenn til góðrar þátttöku og leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í söfnunarátakinu sem nú stendur yfir. Það er hægt m.a. með því að greiða valgreiðslur í heimabönkum og fylgjast með fræðslu- og söfnunarþætti um fátækt á Stöð 2 26. maí.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun