Hagfræðingur ASÍ gefur kvótafrumvörpum falleinkunn Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2011 19:15 Hagfræðingur ASÍ telur að ný frumvörp um stjórn fiskveiða veiki stoðir sjávarútvegsins sem atvinnugreinar. Þá telur hann að breytingarnar veiti ráðherra mikil völd en pólitísk inngrip ráðherra veiki atvinnulífið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, vann fyrir atvinnumálanefnd Alþýðusambandsins og fjallar um frumvörp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Ólafur Darri segir að almennt megi ætla að fyrirhugaðar breytingar veiki stoðir sjávarútvegsins sem atvinnugreinar og veiki tengsl veiða og vinnslu. Þá segir í minnisblaðinu að takmörkun á varanlegu framsali aflaheimilda muni draga úr hagræðingu og veikja sjávarútveginn til lengri tíma litið. Sú breyting muni hafa áhrif á verðmæti fyrirtækja með veiðiréttindi sem hefði svo keðjuverkandi áhrif á lánasafn bankanna. Það sé áhyggjuefni í umhverfi þar sem bankarnir séu enn að ná sér á strik eftir bankahrunið. Stóra frumvarp ráðherra felur m.a í sér að 15 prósent kvótans verða í sérstökum pottum sem úthlutað verður úr m.a á grundvelli byggðasjónarmiða. Veitir ráðherra mikil völd og stuðlar að óhagkvæmni í atvinnulífinu Í minnisblaði hagfræðings ASÍ segir að frumvarpið veiti ráðherra mikil völd í kvótakerfinu. Pottafyrirkomulagið minni á gamla tíma þegar úthlutunarkerfi voru á hendi ráðherra. Pólitísk inngrip hafi ekki verið árangursrík og hafi nær alltaf aukið óhagkvæmni í atvinnulífinu. Í minnisblaðinu segir að krónan muni veikjast verði frumvarpið að veruleika þar sem rekstrargrunnur sjávarútvegsins verði verri. Og óhagkvæmnin og aukin gjaldtaka muni kalla á lægra raungengi til framtíðar. ASÍ hefur ekki neinna beinna sérstakra hagsmuna að gæta þegar kemur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, ólíkt t.d LÍÚ. Minnisblaðið verður lagt fyrir miðstjórn ASÍ á miðvikudaginn næstkomandi, en það var ekki sérstakur vilji Alþýðusambandsins að það yrði birt opinberlega og þurfti fréttastofan að nálgast það eftir krókaleiðum. Ólafur Darri sagði við fréttastofu að minnisblaðið væri vinnuskjal sem hefði verið unnið af sér og öðrum í hagdeild ASÍ og að minnisblaðið endurspeglaði ekki opinbera afstöðu ASÍ til frumvarpa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann vildi ekki koma í viðtal um málið að svo stöddu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Hagfræðingur ASÍ telur að ný frumvörp um stjórn fiskveiða veiki stoðir sjávarútvegsins sem atvinnugreinar. Þá telur hann að breytingarnar veiti ráðherra mikil völd en pólitísk inngrip ráðherra veiki atvinnulífið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, vann fyrir atvinnumálanefnd Alþýðusambandsins og fjallar um frumvörp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Ólafur Darri segir að almennt megi ætla að fyrirhugaðar breytingar veiki stoðir sjávarútvegsins sem atvinnugreinar og veiki tengsl veiða og vinnslu. Þá segir í minnisblaðinu að takmörkun á varanlegu framsali aflaheimilda muni draga úr hagræðingu og veikja sjávarútveginn til lengri tíma litið. Sú breyting muni hafa áhrif á verðmæti fyrirtækja með veiðiréttindi sem hefði svo keðjuverkandi áhrif á lánasafn bankanna. Það sé áhyggjuefni í umhverfi þar sem bankarnir séu enn að ná sér á strik eftir bankahrunið. Stóra frumvarp ráðherra felur m.a í sér að 15 prósent kvótans verða í sérstökum pottum sem úthlutað verður úr m.a á grundvelli byggðasjónarmiða. Veitir ráðherra mikil völd og stuðlar að óhagkvæmni í atvinnulífinu Í minnisblaði hagfræðings ASÍ segir að frumvarpið veiti ráðherra mikil völd í kvótakerfinu. Pottafyrirkomulagið minni á gamla tíma þegar úthlutunarkerfi voru á hendi ráðherra. Pólitísk inngrip hafi ekki verið árangursrík og hafi nær alltaf aukið óhagkvæmni í atvinnulífinu. Í minnisblaðinu segir að krónan muni veikjast verði frumvarpið að veruleika þar sem rekstrargrunnur sjávarútvegsins verði verri. Og óhagkvæmnin og aukin gjaldtaka muni kalla á lægra raungengi til framtíðar. ASÍ hefur ekki neinna beinna sérstakra hagsmuna að gæta þegar kemur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, ólíkt t.d LÍÚ. Minnisblaðið verður lagt fyrir miðstjórn ASÍ á miðvikudaginn næstkomandi, en það var ekki sérstakur vilji Alþýðusambandsins að það yrði birt opinberlega og þurfti fréttastofan að nálgast það eftir krókaleiðum. Ólafur Darri sagði við fréttastofu að minnisblaðið væri vinnuskjal sem hefði verið unnið af sér og öðrum í hagdeild ASÍ og að minnisblaðið endurspeglaði ekki opinbera afstöðu ASÍ til frumvarpa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann vildi ekki koma í viðtal um málið að svo stöddu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira