Hafa ber það sem réttara reynist Erna Bjarnadóttir skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, varahluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að framleiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessorinn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostnaður væri fenginn. Deildarforsetinn er jú yfirmaður hagfræðasviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krónur kílóið. Bændur fengu að meðaltali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verðmæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslukostnað eru frá 2009 en tölur ársins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram innlenda eftirspurn. Í sinni einföldustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grundvallar þar sem nákvæmari upplýsingar eru ekki tiltækar. Breytilegur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/kg. Niðurstaðan er sú að viðbótarkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutnings er um 937 millj. króna. Innflutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlendan gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslukostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er annars vegar) fást ekki út þær fjárhæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárframleiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða markaðsstýringu í núgildandi sauðfjársamningi. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði haldist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöttegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveður á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greiddar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innanlands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærstum hluta er greiddur á skilgreint landbúnaðarland óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildarforseti hagfræðideildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræðasviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjárrækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og staðreyndum kallar á nokkrar athugasemdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, varahluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að framleiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessorinn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostnaður væri fenginn. Deildarforsetinn er jú yfirmaður hagfræðasviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krónur kílóið. Bændur fengu að meðaltali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verðmæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslukostnað eru frá 2009 en tölur ársins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram innlenda eftirspurn. Í sinni einföldustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grundvallar þar sem nákvæmari upplýsingar eru ekki tiltækar. Breytilegur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/kg. Niðurstaðan er sú að viðbótarkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutnings er um 937 millj. króna. Innflutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlendan gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslukostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er annars vegar) fást ekki út þær fjárhæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárframleiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða markaðsstýringu í núgildandi sauðfjársamningi. Til að fá óskertar beingreiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði haldist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöttegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveður á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greiddar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innanlands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærstum hluta er greiddur á skilgreint landbúnaðarland óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildarforseti hagfræðideildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á landbúnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræðasviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun