Borgarfulltrúi þvælir um mannréttindi í þágu presta Svanur Sigurbjörnsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Nú liggja fyrir borgarráði ákaflega vandaðar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga, sem miða að því að skólar séu aðskildir frá trúarstarfi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, er óhress með þetta og skrifaði þann 17.8.2011 að „Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórnendum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðanir um samskipti við lífsskoðunar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskiljanlegt.“ Það eru til nokkrar leiðir til að fela sannleikann og Júlíus Vífill notar hér „allir eru ánægðir-aðferðina“. Þegar hann talar hér um farsæl samskipti og góða sátt, hefur hann kosið að láta sem þeir foreldrar sem hafa kvartað yfir því árum saman að börn þeirra séu látin taka þátt í trúarlegu starfi, sitja undir bænahaldi og fleira í þeim dúr, séu lítilsigldir ómerkingar. Sáttin sem hann talar um er ekki almenn, heldur milli þjóna Þjóðkirkjunnar og þeirra skólastjórnenda sem hafa leyft starfsemi þeirra í skólanum. Reglur mannréttindaráðs borgarinnar eru til komnar vegna ítrekaðra brota á rétti foreldra á að hafa börnin sín í hlutlausum skólum, þar sem þau verða ekki fyrir beinni eða óbeinni innrætingu. Það er ekkert „óskiljanlegt“ við það. Fólk vill ekki að félög sem hafa skoðanamyndandi áhrif eigi aðgang að skólabörnum. Skýrar reglur um það hvernig hlutlaust skólahald á að fara fram eru nauðsyn. Þessar reglur eru skólastjórnendum ekki höft, heldur stoð við að framfylgja mannréttindum í skólum. Með reglunum er ekki verið að skerða frelsi, heldur koma í veg fyrir að skólastarf snúist um annað en menntun barnanna. Júlíus Vífill sagði einnig: „Með tillögunum sem samþykktar voru í mannréttindaráði, …, er verið að gera viðurkennt félagsstarf barna og unglinga sem fram fer á vegum kirkjunnar og trúfélaga tortryggilegt. Þær eru settar fram án sjáanlegs tilefnis og án faglegs undirbúnings.“ Í reglunum felst enginn dómur um gæði starfs „kirkjunnar og trúfélaga“, heldur sú einfalda beiðni að starf þeirra fari fram utan skólanna vegna eðli starfsins sem er trúarleg iðkun og trúboð. Aftur móðgar hann foreldra sem kæra sig ekki um trúboð í skólum með því að segja að tillögurnar séu „án sjáanlegs tilefnis“. Eru áhyggjur þeirra ekki þess virði að teljast tilefni? Áfram þvælir Júlíus Vífill: „Tillögurnar hafa verið skreyttar hugtökum eins og trúfrelsi en vinna gegn grundvallarmannréttindum vegna þess að í trúfrelsi felst meðal annars frelsi til að velja. Og það er einmitt það sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að tryggja börnum bæði félagslega og trúarlega.“ Það er ekki verið að skerða frelsi til grunnréttinda, heldur leggja af forréttindi þjóðkirkju svo að hlutleysi og jafnræði fái að ríkja. Ekkert frelsi er án takmarkana og við sýnum hvert öðru virðingu með því að halda okkar sérstöku persónulegu stefnum utan við skóla þar sem börn allra foreldra eru velkomin. Með því að gefa börnum menntun um, en ekki boðun um trú og veraldlegar lífsskoðanir, fá þau einmitt rými og frelsi til að taka sína eigin sjálfstæðu ákvörðun þegar þau hafa aldur til. Út á það ganga grundvallarmannréttindi í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Reglum mannréttindaráðs ber að fagna því að þegar góðum reglum er framfylgt stuðla þær að velferð allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir borgarráði ákaflega vandaðar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga, sem miða að því að skólar séu aðskildir frá trúarstarfi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, er óhress með þetta og skrifaði þann 17.8.2011 að „Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórnendum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðanir um samskipti við lífsskoðunar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskiljanlegt.“ Það eru til nokkrar leiðir til að fela sannleikann og Júlíus Vífill notar hér „allir eru ánægðir-aðferðina“. Þegar hann talar hér um farsæl samskipti og góða sátt, hefur hann kosið að láta sem þeir foreldrar sem hafa kvartað yfir því árum saman að börn þeirra séu látin taka þátt í trúarlegu starfi, sitja undir bænahaldi og fleira í þeim dúr, séu lítilsigldir ómerkingar. Sáttin sem hann talar um er ekki almenn, heldur milli þjóna Þjóðkirkjunnar og þeirra skólastjórnenda sem hafa leyft starfsemi þeirra í skólanum. Reglur mannréttindaráðs borgarinnar eru til komnar vegna ítrekaðra brota á rétti foreldra á að hafa börnin sín í hlutlausum skólum, þar sem þau verða ekki fyrir beinni eða óbeinni innrætingu. Það er ekkert „óskiljanlegt“ við það. Fólk vill ekki að félög sem hafa skoðanamyndandi áhrif eigi aðgang að skólabörnum. Skýrar reglur um það hvernig hlutlaust skólahald á að fara fram eru nauðsyn. Þessar reglur eru skólastjórnendum ekki höft, heldur stoð við að framfylgja mannréttindum í skólum. Með reglunum er ekki verið að skerða frelsi, heldur koma í veg fyrir að skólastarf snúist um annað en menntun barnanna. Júlíus Vífill sagði einnig: „Með tillögunum sem samþykktar voru í mannréttindaráði, …, er verið að gera viðurkennt félagsstarf barna og unglinga sem fram fer á vegum kirkjunnar og trúfélaga tortryggilegt. Þær eru settar fram án sjáanlegs tilefnis og án faglegs undirbúnings.“ Í reglunum felst enginn dómur um gæði starfs „kirkjunnar og trúfélaga“, heldur sú einfalda beiðni að starf þeirra fari fram utan skólanna vegna eðli starfsins sem er trúarleg iðkun og trúboð. Aftur móðgar hann foreldra sem kæra sig ekki um trúboð í skólum með því að segja að tillögurnar séu „án sjáanlegs tilefnis“. Eru áhyggjur þeirra ekki þess virði að teljast tilefni? Áfram þvælir Júlíus Vífill: „Tillögurnar hafa verið skreyttar hugtökum eins og trúfrelsi en vinna gegn grundvallarmannréttindum vegna þess að í trúfrelsi felst meðal annars frelsi til að velja. Og það er einmitt það sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að tryggja börnum bæði félagslega og trúarlega.“ Það er ekki verið að skerða frelsi til grunnréttinda, heldur leggja af forréttindi þjóðkirkju svo að hlutleysi og jafnræði fái að ríkja. Ekkert frelsi er án takmarkana og við sýnum hvert öðru virðingu með því að halda okkar sérstöku persónulegu stefnum utan við skóla þar sem börn allra foreldra eru velkomin. Með því að gefa börnum menntun um, en ekki boðun um trú og veraldlegar lífsskoðanir, fá þau einmitt rými og frelsi til að taka sína eigin sjálfstæðu ákvörðun þegar þau hafa aldur til. Út á það ganga grundvallarmannréttindi í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Reglum mannréttindaráðs ber að fagna því að þegar góðum reglum er framfylgt stuðla þær að velferð allra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun