Matarskattur: kjarabót eða pólitískt moldviðri? Jóhannes Hraunfjörð Karlsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga, olíukreppa, óeirðir á Englandi, búferlaflutningar til Norðurlanda og matarskattur. Alveg eins og núna. Hvað er í gangi? Þá eins og nú hafði vinstri stjórn tekið við eftir áralanga óstjórn hægri manna. Með Þjóðarsáttinni árið 1989 voru lögð drög að uppbyggingu efnahagslífsins og EES-samningurinn var innan seilingar. Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum sínum mætti til að komast aftur að kjötkötlunum og þegar loks fór aftur að sjá til sólar komst flokkurinn til valda með efnahagsstefnu sem lagði landið í rúst á 18 árum. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins byggðist á stiglækkandi sköttum og litlu sem engu félagslegu kerfi. Með öðrum orðum: því hærri tekjur sem menn höfðu, því lægri skatta greiddu þeir til samfélagsins. Þeir tekjulágu skyldu sjá um sig sjálfir. Samhliða var dregið úr skatteftirliti og skattrannsóknir heyrðu til undantekninga. Í staðinn var fólki talin trú um að lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% og síðar 7% bætti kjör láglaunafólks eða kæmi í stað beinna greiðslna eins og hækkun persónuafsláttar og barna- og húsnæðisbóta. Upphaf hins svonefnda matarskatts má rekja til krafna Alþýðusambands Íslands, ASÍ, vorið 1993 um að kjör hinna lægst launuðu yrðu bætt. Í kjölfarið setti ríkisstjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, Viðeyjarstjórnin, lög um lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Miklar efasemdir vöknuðu á Alþingi um skilvirkni þess að lækka virðisaukaskatt af matvælum til að jafna tekjur og var Efnahags-og viðskiptanefnd þrískipt um málið. Í kjölfarið óskaði Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, eftir úttekt Ríkisendurskoðunar um áhrif lækkunarinnar. Meginniðurstaða hennar var sú, að aðgerðirnar hefðu gjörsamlega mistekist. Lækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 14% til að auka kaupmátt heimilanna var versta leiðin sem völ var á í stöðunni. Útreikningar Ríkisendurskoðunar bentu til þess að aðeins 16% af tekjutapi ríkissjóðs við aðgerðina hefðu skilað sér til lágtekjuheimilanna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar byggist m.a. á rannsóknum þeirra Anthonys Atkinson og Josephs Stiglitz frá árinu 1976, en þeir bentu á að hagkvæmasta leiðin til þess að laga kjör þeirra sem minnst báru úr býtum væri fjölþrepa tekjuskattur og flatur virðisaukaskattur. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni í heild sinni. Menn rjúka upp til handa og fóta og öllu kerfinu er breytt í nafni félagslegs réttlætis án nokkurra rannsókna. Þegar storminn lægir og staðan er skoðuð kemur jafnvel í ljós að betra hefði verið að halda að sér höndum. Í þessu tilviki taldi Ríkisendurskoðun að miklu nær hefði verið að fara í beinar aðgerðir, s.s. að hækka barnabótaauka, hækka hátekjuskatt og hækka persónuafslátt, samskonar aðgerðir og núverandi ríkisstjórn greip til árið 2010 í kjölfar kreppunnar, en þær hefðu skilað lágtekjuheimilum miklu meira en áðurnefndar aðgerðir. Samt var þessi skýrsla týnd og tröllum gefin þegar stjórnvöld fóru aftur af stað og lækkuðu matarskattinn úr 14% í 7%, með lögum nr. 175/2006, en þá notuðu þau nákvæmlega sömu rök og áður, þ.e. að slíkar aðgerðir kæmu lágtekjuheimilunum best. Miðað við áðurnefnda útreikninga Ríkisendurskoðunar má reikna með að aðeins 10% af tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar virðisaukaskatts skili sér til lágtekjuheimila. Hin 90% fara til þeirra sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Þessi aðgerð er því bæði dýr og ómarkviss, einkum þegar þröngt er í búi vegna óstjórnar síðustu ára. Mun markvissari aðgerð í ríkisfjármálum væri að hafa eitt 20% virðisaukaskattsþrep, án nokkurrar undanþágu eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur nú til, en þær tillögur eru samhljóma fyrsta frumvarpinu um virðisaukaskatt og hækka persónuafslátt og barna- og húsnæðisbætur. Þannig fengi ríkissjóður meira upp í skuldahala Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og þeir nytu aðstoðar sem þurfa á henni að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eigum við að rifja upp síðasta áratug 20. aldar? Verðbólga, olíukreppa, óeirðir á Englandi, búferlaflutningar til Norðurlanda og matarskattur. Alveg eins og núna. Hvað er í gangi? Þá eins og nú hafði vinstri stjórn tekið við eftir áralanga óstjórn hægri manna. Með Þjóðarsáttinni árið 1989 voru lögð drög að uppbyggingu efnahagslífsins og EES-samningurinn var innan seilingar. Sjálfstæðisflokkurinn beitti öllum sínum mætti til að komast aftur að kjötkötlunum og þegar loks fór aftur að sjá til sólar komst flokkurinn til valda með efnahagsstefnu sem lagði landið í rúst á 18 árum. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins byggðist á stiglækkandi sköttum og litlu sem engu félagslegu kerfi. Með öðrum orðum: því hærri tekjur sem menn höfðu, því lægri skatta greiddu þeir til samfélagsins. Þeir tekjulágu skyldu sjá um sig sjálfir. Samhliða var dregið úr skatteftirliti og skattrannsóknir heyrðu til undantekninga. Í staðinn var fólki talin trú um að lækkun virðisaukaskatts á matvæli úr 24,5% í 14% og síðar 7% bætti kjör láglaunafólks eða kæmi í stað beinna greiðslna eins og hækkun persónuafsláttar og barna- og húsnæðisbóta. Upphaf hins svonefnda matarskatts má rekja til krafna Alþýðusambands Íslands, ASÍ, vorið 1993 um að kjör hinna lægst launuðu yrðu bætt. Í kjölfarið setti ríkisstjórn Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, Viðeyjarstjórnin, lög um lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Miklar efasemdir vöknuðu á Alþingi um skilvirkni þess að lækka virðisaukaskatt af matvælum til að jafna tekjur og var Efnahags-og viðskiptanefnd þrískipt um málið. Í kjölfarið óskaði Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki, eftir úttekt Ríkisendurskoðunar um áhrif lækkunarinnar. Meginniðurstaða hennar var sú, að aðgerðirnar hefðu gjörsamlega mistekist. Lækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 14% til að auka kaupmátt heimilanna var versta leiðin sem völ var á í stöðunni. Útreikningar Ríkisendurskoðunar bentu til þess að aðeins 16% af tekjutapi ríkissjóðs við aðgerðina hefðu skilað sér til lágtekjuheimilanna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar byggist m.a. á rannsóknum þeirra Anthonys Atkinson og Josephs Stiglitz frá árinu 1976, en þeir bentu á að hagkvæmasta leiðin til þess að laga kjör þeirra sem minnst báru úr býtum væri fjölþrepa tekjuskattur og flatur virðisaukaskattur. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni í heild sinni. Menn rjúka upp til handa og fóta og öllu kerfinu er breytt í nafni félagslegs réttlætis án nokkurra rannsókna. Þegar storminn lægir og staðan er skoðuð kemur jafnvel í ljós að betra hefði verið að halda að sér höndum. Í þessu tilviki taldi Ríkisendurskoðun að miklu nær hefði verið að fara í beinar aðgerðir, s.s. að hækka barnabótaauka, hækka hátekjuskatt og hækka persónuafslátt, samskonar aðgerðir og núverandi ríkisstjórn greip til árið 2010 í kjölfar kreppunnar, en þær hefðu skilað lágtekjuheimilum miklu meira en áðurnefndar aðgerðir. Samt var þessi skýrsla týnd og tröllum gefin þegar stjórnvöld fóru aftur af stað og lækkuðu matarskattinn úr 14% í 7%, með lögum nr. 175/2006, en þá notuðu þau nákvæmlega sömu rök og áður, þ.e. að slíkar aðgerðir kæmu lágtekjuheimilunum best. Miðað við áðurnefnda útreikninga Ríkisendurskoðunar má reikna með að aðeins 10% af tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar virðisaukaskatts skili sér til lágtekjuheimila. Hin 90% fara til þeirra sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Þessi aðgerð er því bæði dýr og ómarkviss, einkum þegar þröngt er í búi vegna óstjórnar síðustu ára. Mun markvissari aðgerð í ríkisfjármálum væri að hafa eitt 20% virðisaukaskattsþrep, án nokkurrar undanþágu eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur nú til, en þær tillögur eru samhljóma fyrsta frumvarpinu um virðisaukaskatt og hækka persónuafslátt og barna- og húsnæðisbætur. Þannig fengi ríkissjóður meira upp í skuldahala Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og þeir nytu aðstoðar sem þurfa á henni að halda.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar