Hundar og áramótin 30. desember 2011 14:11 Ekki eru allir sem hlakka til áramótanna og sprengjulátanna sem þeim fylgja. Hundar eru eðlilega almennt ekki hrifnir af þessum hávaða og látum og sumir eru svo helteknir hræðslu að það er til vandræða fyrir alla fjölskyldunna. Það er einstaklingsbundið hvernig hræðslan lýsir sér. Hundar leita vanalega til eigendanna þegar þeir eru hræddir, en þá er mikilvægt að eigendur ýti ekki undir hræðsluna með látbragði sínu, heldur haldi ró sinni. Í sumum tilfellum er hræðslan svo ofsaleg að dýrið gerir hvað sem er til að komast undan og getur farið sér að voða. Stundum breytist vandinn og hundurinn fer að vera hræddur við öll hvell hljóð og ljós, en ef vandamálið er orðið svo slæmt er rétt að leita til atferlisfræðings, sem getur gefið leiðbeiningar um meðhöndlun.Hvað á að gera? Ef þetta eru fyrstu áramótin hjá hundinum þínum er mikilvægt að minnka líkur á neikvæðri reynslu. Ekki fara út með hundinn án þess að hafa hann í taumi, jafnvel þótt það sé utan borgarmarkanna. Margir hafa lent í því að missa frá sér hundinn vegna hræðslu og það getur endað með ósköpum þar sem hræddur hundur á flótta passar sig ekki á umferð eða öðrum hættum í umhverfinu. Ef hundurinn sýnir merki um hræðslu þegar byrjað er að sprengja (sem gerist vanalega milli jóla og nýárs, jafnvel fyrir jól) er mikilvægt að eigandinn haldi ró sinni og sýni að engin hætta sé á ferðum með því að látast vera rosalega glaður og ánægður með sprengingarnar en ekki ýta undir hræðsluna með því að vorkenna hundinum, en með því getum við óvart ýtt undir hræðsluna. Ef reynsla fyrri ára hefur ekki verið mjög slæm er stundum hægt að afstýra því að vandamálið aukist, með æfingum í desember og gleðilátum í kringum minni sprengingar sem þá verða. Þegar vandamálið er orðið fast í sessi duga þessar æfingar ekki. Þá verður að gera ráðstafanir heima fyrir til að minnka eins og hægt er kvíða dýrsins. Undirbúningur Mikilvægt er að útbúa skot þar sem hundurinn getur leitað skjóls. Hugsið um hvert hann hefur leitað áður þegar hann var hræddur, algengt er að það sé inni í herbergi fyrir miðju hússins eða þar sem einhver nákominn dýrinu sefur. Ef til vill er hægt að útbúa skot í búri, stórum kassa eða breiða dúk yfir borð eða rúm svo þar myndist dimm hola. Alls ekki draga hundinn fram ef hann hefur fundið sér öruggan stað, jafnvel þótt þú hafir ekki sömu skoðun og hann á því hvað teljist góður felustaður. Ef hægt er að byrgja fyrir allt ljós í herberginu er best að hafa ljósið slökkt, en ef það eru miklir glampar af sprengingunum er ef til vill betra að hafa kveikt ljós. Gott er að hafa útvarp eða rólega tónlist í gangi til að minnka hljóðin að utan. Ef hundurinn er órólegur við að vera einn þarf ef til vill einhver að vera inni í herberginu, en þá er hægt að skiptast á að vera hjá honum án þess þó að ýta undir hræðsluna með vorkunsemi, best er að sitja róleg/ur og gera eitthvað án þess að veita hundinum of mikla athygli.Má gefa róandi lyf? Í sérstökum tilfellum þar sem um ofsahræðslu er að ræða getur verið gagnlegt að gefa hundinum róandi lyf. Þó þarf að hafa í huga að verkun flestra þessara lyfja er óáreiðanleg þegar þau eru gefin um munn og ný þekking hefur leitt í ljós að eldri lyf voru alls ekki hentug til meðhöndlunar á svona kvíða, heldur ágerðist vandamálið ár frá ári vegna þess að lyfin slæfðu aðeins hreyfigetu, en ekki meðvitund. Ef þú heldur að lyf geti hjálpað dýrinu þínu þarftu að tala tímanlega við dýralækninn þinn og ræða hvaða lyf geti hjálpað. Annað sem hefur gefið mjög góða raun eru ferómón eða lyktarhormón (DAP). Þau fást án lyfseðils hjá dýralæknum og best er að fá úðakló sem stungið er í innstungu og dreifist þá efnið um íbúðina, en mannfólkið finnur enga lykt af þessu. Þessi efni draga úr streitu og kvíða hjá hundinum, en engin hætta er á aukaverkunum. Hægt er að fá fram einhverja virkni samdægurs, en það gefur besta raun ef úðaklóin er í sambandi frá því um miðjan desember. Með langtímameðferð er í flestum tilfellum hægt að minnka eða jafnvel eyða flugeldahræðslu hjá dýrum. Hún felst í því að spila af hljóðdiski flugeldahljóð og venja dýrið þannig við hljóðin smám saman. Til að þetta beri árangur er mikilvægt að byrja tímanlega (helst í byrjun árs), hafa vandaðar upptökur og fara eftir leiðbeiningum sem þeim fylgja. Það er mikilvægt að byrja tímanlega að spila upptökurnar, því það tekur marga mánuði að venja hundinn við þessi hljóð svo best er að útvega þær fljótlega eftir áramót til undirbúnings fyrir þau næstu. Það er fyllilega þess virði að leggja á sig dálitla vinnu til að hundinum líði betur um næstu áramót. Sif Traustadóttir dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, höfundur Hvolpahandbókarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ekki eru allir sem hlakka til áramótanna og sprengjulátanna sem þeim fylgja. Hundar eru eðlilega almennt ekki hrifnir af þessum hávaða og látum og sumir eru svo helteknir hræðslu að það er til vandræða fyrir alla fjölskyldunna. Það er einstaklingsbundið hvernig hræðslan lýsir sér. Hundar leita vanalega til eigendanna þegar þeir eru hræddir, en þá er mikilvægt að eigendur ýti ekki undir hræðsluna með látbragði sínu, heldur haldi ró sinni. Í sumum tilfellum er hræðslan svo ofsaleg að dýrið gerir hvað sem er til að komast undan og getur farið sér að voða. Stundum breytist vandinn og hundurinn fer að vera hræddur við öll hvell hljóð og ljós, en ef vandamálið er orðið svo slæmt er rétt að leita til atferlisfræðings, sem getur gefið leiðbeiningar um meðhöndlun.Hvað á að gera? Ef þetta eru fyrstu áramótin hjá hundinum þínum er mikilvægt að minnka líkur á neikvæðri reynslu. Ekki fara út með hundinn án þess að hafa hann í taumi, jafnvel þótt það sé utan borgarmarkanna. Margir hafa lent í því að missa frá sér hundinn vegna hræðslu og það getur endað með ósköpum þar sem hræddur hundur á flótta passar sig ekki á umferð eða öðrum hættum í umhverfinu. Ef hundurinn sýnir merki um hræðslu þegar byrjað er að sprengja (sem gerist vanalega milli jóla og nýárs, jafnvel fyrir jól) er mikilvægt að eigandinn haldi ró sinni og sýni að engin hætta sé á ferðum með því að látast vera rosalega glaður og ánægður með sprengingarnar en ekki ýta undir hræðsluna með því að vorkenna hundinum, en með því getum við óvart ýtt undir hræðsluna. Ef reynsla fyrri ára hefur ekki verið mjög slæm er stundum hægt að afstýra því að vandamálið aukist, með æfingum í desember og gleðilátum í kringum minni sprengingar sem þá verða. Þegar vandamálið er orðið fast í sessi duga þessar æfingar ekki. Þá verður að gera ráðstafanir heima fyrir til að minnka eins og hægt er kvíða dýrsins. Undirbúningur Mikilvægt er að útbúa skot þar sem hundurinn getur leitað skjóls. Hugsið um hvert hann hefur leitað áður þegar hann var hræddur, algengt er að það sé inni í herbergi fyrir miðju hússins eða þar sem einhver nákominn dýrinu sefur. Ef til vill er hægt að útbúa skot í búri, stórum kassa eða breiða dúk yfir borð eða rúm svo þar myndist dimm hola. Alls ekki draga hundinn fram ef hann hefur fundið sér öruggan stað, jafnvel þótt þú hafir ekki sömu skoðun og hann á því hvað teljist góður felustaður. Ef hægt er að byrgja fyrir allt ljós í herberginu er best að hafa ljósið slökkt, en ef það eru miklir glampar af sprengingunum er ef til vill betra að hafa kveikt ljós. Gott er að hafa útvarp eða rólega tónlist í gangi til að minnka hljóðin að utan. Ef hundurinn er órólegur við að vera einn þarf ef til vill einhver að vera inni í herberginu, en þá er hægt að skiptast á að vera hjá honum án þess þó að ýta undir hræðsluna með vorkunsemi, best er að sitja róleg/ur og gera eitthvað án þess að veita hundinum of mikla athygli.Má gefa róandi lyf? Í sérstökum tilfellum þar sem um ofsahræðslu er að ræða getur verið gagnlegt að gefa hundinum róandi lyf. Þó þarf að hafa í huga að verkun flestra þessara lyfja er óáreiðanleg þegar þau eru gefin um munn og ný þekking hefur leitt í ljós að eldri lyf voru alls ekki hentug til meðhöndlunar á svona kvíða, heldur ágerðist vandamálið ár frá ári vegna þess að lyfin slæfðu aðeins hreyfigetu, en ekki meðvitund. Ef þú heldur að lyf geti hjálpað dýrinu þínu þarftu að tala tímanlega við dýralækninn þinn og ræða hvaða lyf geti hjálpað. Annað sem hefur gefið mjög góða raun eru ferómón eða lyktarhormón (DAP). Þau fást án lyfseðils hjá dýralæknum og best er að fá úðakló sem stungið er í innstungu og dreifist þá efnið um íbúðina, en mannfólkið finnur enga lykt af þessu. Þessi efni draga úr streitu og kvíða hjá hundinum, en engin hætta er á aukaverkunum. Hægt er að fá fram einhverja virkni samdægurs, en það gefur besta raun ef úðaklóin er í sambandi frá því um miðjan desember. Með langtímameðferð er í flestum tilfellum hægt að minnka eða jafnvel eyða flugeldahræðslu hjá dýrum. Hún felst í því að spila af hljóðdiski flugeldahljóð og venja dýrið þannig við hljóðin smám saman. Til að þetta beri árangur er mikilvægt að byrja tímanlega (helst í byrjun árs), hafa vandaðar upptökur og fara eftir leiðbeiningum sem þeim fylgja. Það er mikilvægt að byrja tímanlega að spila upptökurnar, því það tekur marga mánuði að venja hundinn við þessi hljóð svo best er að útvega þær fljótlega eftir áramót til undirbúnings fyrir þau næstu. Það er fyllilega þess virði að leggja á sig dálitla vinnu til að hundinum líði betur um næstu áramót. Sif Traustadóttir dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, höfundur Hvolpahandbókarinnar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun