Erlent

Skíðamaður varð fyrir snjóflóði

Skíðamaður dó þegar hann varð fyrir snjóflóði í gær í brekkum í vesturhluta Kanada. Embættismenn á svæðinu segja að hlýtt veðurfar og blautur snjór skapi aukna hættu á snjóflóðum sem þessum.

Maðurinn var um þrítugt. Hann varð fyrir snjóflóði seint í gærkvöldi. Þegar uppvíst varð um slysið var orðið of seint að leggja af stað til að sækja líkið. Myrkur og hætta á frekari snjóflóðum komu í veg fyrir að líkami mannsins væri sóttur strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×