Lífið

Stolinn bíll fannst eftir umfjöllun á Vísi

elly@365.is skrifar
Heldurðu ekki að ég hafi verið að fá símtal frá lögreglunni. Ég fór og sótti bílinn áðan. Ég hringdi svo í manninn sem benti lögreglunni á bílinn og hann sagðist einmitt hafa séð fréttina á Visi og kveikt á perunni út frá henni, segir Rakel Elíasdóttir spurð um þriggja dyra Toyotu, árgerð 1995, sem hvarf sporlaust fyrir utan heimili hennar í nóvember.

Hvernig er ástandið á bílnum? Hann er aðeins klesstur og frekar viðbjóðslegur að innan. Það var líka búið að róta í öllum hirslum. Dótinu sem var í honum var stolið, svarar Rakel og bætir við:

Það má gjarnan líka koma fram að ég er innilega þakklát öllum sem aðstoðuðu mig við leitina á einn eða annan hátt og sérstaklega manninum sem var svona glöggur að fatta að þetta væri bíllinn minn.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við Rakel sem tekið var 23. nóvember síðastliðinn, daginn eftir að hvíta Toyotan hennar hvarf sporlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.