Lífið

Fögnuðu gríðarlega í lok vel heppnaðrar sýningar

Fyrirsæturnar tóku Guðmund Jörundsson hönnuð traustataki í lok sýningar.
Fyrirsæturnar tóku Guðmund Jörundsson hönnuð traustataki í lok sýningar. Myndir/Árni Torfason
Ný fatalína Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi fyrir fullu húsi.

Það vantaði ekki stjörnurnar sem tróðu upp á sýningunni, sem var með öðru sniði en venjuleg tískusýning. Um eiginlegt skemmtikvöld var að ræða. Vel þekktir tónlistarmenn, leikarar og snyrtipinnar voru meðal fyrirsæta, auk þess sem listamenn á borð við Mugison, Ragnar Kjartansson og fleiri tróðu upp á milli fatasýninganna.

Línan er hönnuð af Guðmundi Jörundssyni, yfirhönnuði verslunarinnar. Línan er óbeint framhald þeirrar er frumsýnd var í fyrra en inniheldur þó ný snið og önnur efni.

„Efnin eru aðeins dempaðri og sniðin svolítið flippaðri en báðar innihalda línurnar buxur, vesti og jakka," útskýrir Guðmundur. Um tíu fyrirsætur tóku þátt í sýningunni og sýndu þær alls fimmtíu heildarklæðnaði, bæði nýju línuna og fatnað úr Herrafataverzluninni.

Árni Torfason ljósmyndari myndaði kvöldið og er hægt að skoða afraksturinn í meðfylgjandi myndasafni. Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.