Lífið

Þrír litlir tvífarar fara á kostum

Vísir frumsýnir hér glænýtt og stórskemmtilegt myndband við lagið Peter Pan með rapparanum Immo. Með honum í laginu eru söngvarinn Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson og rapparinn Opee.

Strákarnir koma að vísu ekki sjálfir fram í myndbandinu heldur þrír litlir tvífarar sem líkjast þeim og fara hreinlega á kostum. Þeir voru greinilega teknir í kennslustund í framkomu að hætti rapparanna fyrir tökurnar.

„Lagið heitir Peter Pan og fjallar í grófum dráttum um að vera ávallt ungur. Í ljósi þess fannst okkur við hæfi að fá strákana til þess að leika okkur í myndbandinu," segir Immo, sem heitir réttu nafni Ívar Schram.

Peter Pan er af væntanlegri plötu Immo en það er unnið af taktsmiðnum Fonetik Simbol. Immo hefur verið viðriðinn rappbransann í nokkur ár í hljómsveitinni Original Melody. Peter Pan er annað lagið af nýju plötunni sem hann sendir frá sér en smellurinn Barcelona hefur notið töluveðra vinsælda síðan hann kom út í haust.

Myndbandið við Peter Pan gerði Árni Geir en hægt er að kynna sér Immo nánar á síðunni facebook.com/immmmo.

Immo kemur einnig fram á tónleikum á Faktorý í kvöld þar sem nýja lagið verður að sjálfsögðu tekið. Frítt er inn á tónleikana og munu þeir Opee og Emmsjé Gauti einnig koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.