Útvarpsstöðin Létt Bylgjan er formlega búin að breytast, líkt og hún gerir árlega á aðventunni, í Jólastöðina.
Það þýðir að á stöðinni eru einungis leiki jólalög allan sólahringinn. Jólastöðin er eina stöðin á landinu sem gerir þetta en hlustendur taka þessu fagnandi á hverju ári.
Þá má geta þess að kominn er nýr vefur fyrir LéttBylgjuna hér á Vísi þar sem finna má fjöldan allan af skemmtilegum hljóðbrotum og myndböndum.
Jólastöðin er á tíðninni 96,7 í Reykjavík auk þess sem að í gær fór í loftið nýr sendir fyrir Létt Bylgjuna á höfuðborgarsvæðinu. Þessi sendir er á 101,5 MHz og verður í loftinu til 1. febrúar. Hann er staðsettur í Kópavogi og dekkar því betur Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð en 96,7 gerir frá Álfsnesi.
Smelltu hér til að hlusta á Jólastöðina í beinni.

