Ofleikur aldarinnar Friðrik Indriðason skrifar 5. desember 2011 09:05 Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar, bók Sigurðar Más Jónsson, fæst í bókabúðum um land allt. Sagan „Icesave samningarnir afleikur aldarinnar?" eftir Sigurð Má Jónsson blaðamann er um margt mjög upplýsandi rit um íslenska pólitík. Einkum þann þátt hennar sem snýr að flóknum og krefjandi alþjóðasamningum. Á þeim velli eru forráðamenn þjóðarinnar eins og beljur á svelli samanborið við erlenda viðsemjendur sína. Þegar þessir kappar láta svo loks af oflæti sínu og ráða sér erlenda sérfræðihjálp er málið komið í slíkan hnút að þjóðin hafnar hjálpinni. Framan af er sagan nokkuð lipurlega skrifuð og setur fram nokkrar vangaveltur sem ekki voru í hámæli einkum í kringum Icesave Mark I samninginn þegar Svavar Gestsson var við stýrið. Þar greinir höfundur frá því að Svavar hafi talið hina „glæsilegu" niðurstöðu í fyrsta samningnum geta orðið stökkpall sinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess sem síðan gerðist. Einnig þess að þjóðin hefði aldrei þolað tvo gamla Allaballa í röð sem forseta landsins. Sigurður Már einbeitir sér að Icesave Mark I samningunum og fá hinir tveir samningarnir mun minni umfjöllun í sögunni. Sigurður segir að slíkt sé ekki til að setja alla ábyrgð á Icesave-málinu á þá Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon. Hann vilji bara skoða orð þeirra og efndir. (bls. 207) Þar sem megnið af bókinni er um þá Svavar og Steingrím er erfitt að horfa framhjá því að í sögunni eru þeir skúrkarnir. Umfjöllun höfundar um síðari samningana, það er Icesave Mark II og Icesave Mark III þar sem erlendi samningamaðurinn Lee Bucheit var kominn til sögunnar, er hinsvegar töluvert lituð af dálæti hans á Indefence hópnum. Lesandinn er líka frá fyrsta orði leiddur inn í einhverja spennu varðandi hlut Indefence í málinu. Þetta dekur við hópinn er ljóður á bókinni sem annars er nokkuð upplýsandi og fræðandi um Icesave málið í heild. Ég er sammála því sem kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í þættinum Hrafnaþing á ÍNN nýlega þegar Icesave málið kom til umræðu og raunar þessi bók einnig. Jón Baldvin sagði að réttara væri að kalla málið Ofleik aldarinnar en ekki Afleik aldarinnar? Þá á Jón Baldvin við að þegar upp er staðið vorum við að rífast um ekki neitt. Í þeim skilningi að þrotabú Landsbankans stendur undir Icesave-skuldinni. Það má einnig gera athugasemdir við ályktanir höfundar eins og þessa: „Margt bendir til þess að Íslendingar verði hvorki með samningum né lögum knúnir til að greiða krónu vegna Icesave-reikninganna." (bls. 198) Ég veit ekki betur en dómsmál vegna Icesave malli enn fyrir EFTA dómstólnum. Og sækjandinn í því máli er eftirlitsstofnun sem hefur sýnt yfir 90% árangur í sambærilegum málum frá upphafi málareksturs síns þar á bæ. Það er því nokkuð hraustlega mælt af höfundi að segja að allt bendi til þess að ekkert falli á Íslendinga í þessu máli. Ef málið fyrir EFTA dómstólnum tapast gæti þjóðin verið í djúpum skít. Málið væri ekki í gangi ef samningar hefðu náðst við Breta og Hollendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar, bók Sigurðar Más Jónsson, fæst í bókabúðum um land allt. Sagan „Icesave samningarnir afleikur aldarinnar?" eftir Sigurð Má Jónsson blaðamann er um margt mjög upplýsandi rit um íslenska pólitík. Einkum þann þátt hennar sem snýr að flóknum og krefjandi alþjóðasamningum. Á þeim velli eru forráðamenn þjóðarinnar eins og beljur á svelli samanborið við erlenda viðsemjendur sína. Þegar þessir kappar láta svo loks af oflæti sínu og ráða sér erlenda sérfræðihjálp er málið komið í slíkan hnút að þjóðin hafnar hjálpinni. Framan af er sagan nokkuð lipurlega skrifuð og setur fram nokkrar vangaveltur sem ekki voru í hámæli einkum í kringum Icesave Mark I samninginn þegar Svavar Gestsson var við stýrið. Þar greinir höfundur frá því að Svavar hafi talið hina „glæsilegu" niðurstöðu í fyrsta samningnum geta orðið stökkpall sinn í embætti forseta Íslands. Þetta er nokkuð fyndið í ljósi þess sem síðan gerðist. Einnig þess að þjóðin hefði aldrei þolað tvo gamla Allaballa í röð sem forseta landsins. Sigurður Már einbeitir sér að Icesave Mark I samningunum og fá hinir tveir samningarnir mun minni umfjöllun í sögunni. Sigurður segir að slíkt sé ekki til að setja alla ábyrgð á Icesave-málinu á þá Svavar Gestsson og Steingrím J. Sigfússon. Hann vilji bara skoða orð þeirra og efndir. (bls. 207) Þar sem megnið af bókinni er um þá Svavar og Steingrím er erfitt að horfa framhjá því að í sögunni eru þeir skúrkarnir. Umfjöllun höfundar um síðari samningana, það er Icesave Mark II og Icesave Mark III þar sem erlendi samningamaðurinn Lee Bucheit var kominn til sögunnar, er hinsvegar töluvert lituð af dálæti hans á Indefence hópnum. Lesandinn er líka frá fyrsta orði leiddur inn í einhverja spennu varðandi hlut Indefence í málinu. Þetta dekur við hópinn er ljóður á bókinni sem annars er nokkuð upplýsandi og fræðandi um Icesave málið í heild. Ég er sammála því sem kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar í þættinum Hrafnaþing á ÍNN nýlega þegar Icesave málið kom til umræðu og raunar þessi bók einnig. Jón Baldvin sagði að réttara væri að kalla málið Ofleik aldarinnar en ekki Afleik aldarinnar? Þá á Jón Baldvin við að þegar upp er staðið vorum við að rífast um ekki neitt. Í þeim skilningi að þrotabú Landsbankans stendur undir Icesave-skuldinni. Það má einnig gera athugasemdir við ályktanir höfundar eins og þessa: „Margt bendir til þess að Íslendingar verði hvorki með samningum né lögum knúnir til að greiða krónu vegna Icesave-reikninganna." (bls. 198) Ég veit ekki betur en dómsmál vegna Icesave malli enn fyrir EFTA dómstólnum. Og sækjandinn í því máli er eftirlitsstofnun sem hefur sýnt yfir 90% árangur í sambærilegum málum frá upphafi málareksturs síns þar á bæ. Það er því nokkuð hraustlega mælt af höfundi að segja að allt bendi til þess að ekkert falli á Íslendinga í þessu máli. Ef málið fyrir EFTA dómstólnum tapast gæti þjóðin verið í djúpum skít. Málið væri ekki í gangi ef samningar hefðu náðst við Breta og Hollendinga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar