Lífið

Íslenski fáninn í X factor

Einhverjir Íslendingar urðu eflaust ánægðir þegar þeir horfðu á síðasta þátt af bandarísku útgáfunni af X factor því í einu atriðinu kom íslenski fáninn ítrekað fyrir. Það fylgir íslensku hugsuninni að fyllast af stolti þegar Ísland kemur fyrir á erlendum vettvangi.

Um er að ræða flutning rapparans Astro á laginu Black and White með Michael Jackson, í sérstakri útgáfu þó. Á skjám á sviðinu birtast fánar landa víðsvegar um heiminn og ef horft er á allt myndbandið má sjá að sá íslenski kemur alloft fyrir.

Flutningur Astro á laginu féll þó ekki vel í Bandaríkjamenn því hann fékk fæst atkvæði og var sendur heim. Hvort það sé vegna íslenska fánans skal ósagt látið.

Bandaríska útgáfan af X factor er sýnd á Stöð 2 á föstudagskvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.