Lífið

Klúðraði risavinningi í beinni útsendingu

Steindi mætti sem gestastjórnandi í útvarpsþáttinn FM95BLÖ.
Steindi mætti sem gestastjórnandi í útvarpsþáttinn FM95BLÖ.
Félagarnir Steindi og Björn Bragi eru í aðalhlutverki í hljóðbroti úr útvarpsþættinum FM95BLÖ sem nýtur mikilla vinsælda á útvarpsvef Vísis og fer eins og eldur í sinu um netið þessa dagana.

Þar kynna þeir útvarpsleikinn Jólasprengja FM95BLÖ með risavinningi sem þeir segjast ætla að gefa heppnum hlustanda. Svo draga þeir út sigurvegarann Sigurð og hringja í hann.

Það eina sem Sigurður þarf að gera er að svara spurningu úr barnaspilinu Gettu aftur. Það reynist aftur á móti snúnara en Sigurður hélt í fyrstu.

Hægt er að hlusta á hljóðbrotið hér fyrir ofan og einnig á útvarpssíðu Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.