Lífið

Þórunn Antonía flutt á sjúkrahús

Mikið álag getur fylgt því að starfa í sjónvarpi. Því fékk Þórunn Antonía að kynnast en hún var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi við tökur á nýjasta þætti Týndu kynslóðarinnar.

Björn Bragi Arnarsson, stjórnandi þáttarins, staðfesti þetta í samtali við Vísi og sagði að Þórunn hefði þurft að gista eina nótt á sjúkrahúsinu. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hvað hefði komið fyrir.

„Þetta verður allt tekið fyrir í þættinum á föstudaginn,“ sagði Björn Bragi en

Týnda kynslóðin hefur hér útbúið sýnishorn þar sem gefinn er forsmekkurinn af herlegheitunum.

Týnda kynslóðin er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi á föstudagskvöldið klukkan 19.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.