Lífið

Sumir ætla að halda framhjá um jólin

Auddi og félagar fara á kostum á FM957.
Auddi og félagar fara á kostum á FM957.
Það er óhætt að segja að Auðunn Blöndal hafi fengið óvænt svör frá viðmælanda sínum þegar hann hringdi nokkur símtöl fyrir þáttinn sinn FM95BLÖ á dögunum.

Auddi þóttist vera að gera nafnlausa könnun vegna jólanna með sakleysislegum spurningum á borð við: Hvað heillar þig mest við jólin? og Hvað eyðir þú miklu fyrir jólin? Undir lokin gefur hann síðan aðeins í spurningarnar og bregst fólk þá oftast ókvæða við.

Nema einn viðmælandi Audda sem segist vera flugmaður. Hann kemur heldur betur á óvart með hispurslausum svörum og undarlegu viðhorfi.

FM95BLÖ er alla virka daga milli klukkan 16 og 18 á útvarpsstöðinni FM957. Með Audda í þættinum eru nokkrir vinir hans; Björn Bragi á mánudögum, Sveppi á þriðjudögum, Hjöbbi Ká á fimmtudögum og Gillz á föstudögum.

Hægt er að hlusta á upptökuna úr þættinum hér að ofan. Á útvarpssíðu Vísis má síðan nálgast fjöldan allan af fleiri skemmtilegum upptökum úr FM95BLÖ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.