Enski boltinn

Ballack: Eldri leikmenn Chelsea þurfa að stíga upp

Michael Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Bayer Leverkusen, segir að eldri leikmenn Chelsea verði að stíga upp til þess að koma liðinu úr þeim ógöngum sem það er í þessa dagana.

Ballack spilaði yfir 160 leiki fyrir Chelsea á fjórum árum og þekkir vel til félagsins.

"Það er ekki hægt að gagnrýna ungu leikmennina í liðinu. Eldri leikmennirnir verða að stíga upp og leiða með góðu fordæmi," sagði Ballack og vísaði þar til manna eins og John Terry, Frank Lampard og Didier Drogba.

"Ég veit að það er enn nóg af eldri leikmönnum í klefanum sem kunna að láta í sér heyra. Það er í þeirra höndum að rífa liðið upp núna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×