Lífið

Friðrik Ómar og Jógvan styrkja bönd Íslands og Færeyja

Strákarnir völdu sinn hvor 10 lög á plötunni.
Strákarnir völdu sinn hvor 10 lög á plötunni.
Félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen halda áfram að styrkja bönd frændþjóðanna á Færeyjum og Íslandi. Fyrir tveimur árum gáfu þeir út plötuna Vinalög með íslenskum og færeyskum lögum og var hún geysivinsæl.

Nú gefa þeir út plötuna Íslensk og Føroysk barnalög. Þar syngja þeir 20 íslensk og færeysk barnalög og verður platan bæði gefin út á Íslandi og í Færeyjum. Þeir segja hana gefa fyrri plötunni ekkert eftir.

Strákarnir völdu sinn hvor 10 lögin sem gefa eiga góða mynd af vinsælustu barna- og fjölskyldulögunum í hvoru landi fyrir sig og gæða þau nýju lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.