Lífið

Demi Moore ætlar að skilja við Kutcher

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hollywoodleikkonan Demi Moore er á leiðinni á markað.
Hollywoodleikkonan Demi Moore er á leiðinni á markað. mynd/ afp.
Demi Moore, leikkonan ástsæla, hefur ákveðið að skilja við eiginmann sinn, Ashton Kutcher. Þau hafa verið gift í sex ár. Samband þeirra hefur verið vinsælt umræðuefni á síðum slúðurblaðanna undanfarnar vikur, vegna frásagna af framhjáhaldi Kutchers.

„Mér þykir mjög sorglegt að hafa tekið þá ákvörðun að binda endi á hjónaband mitt og Ashtons. Sem kona, móðir og eiginkona eru ákveðin gildi sem eru mér heilög og það er á grundvelli þeirra gilda sem ég hef ákveðið að halda áfram lífi mínu," sagði Moore í samtali við AP fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.