Erlent

16 látast á trúarsamkomu á Indlandi

Dauðsföll á trúarsamkomum er algeng á Indlandi. Myndin tengist ekki fréttinni.
Dauðsföll á trúarsamkomum er algeng á Indlandi. Myndin tengist ekki fréttinni. mynd/AFP
Talið er að sextán manns hafi látist á fjöldasamkomu á norður-Indlandi í dag. Yfirvöld í bænum Haridwar segja að fólkið hafi látist í miklum troðningi sem átti sér stað á trúarsamkomu í bænum.

Fólkið var samankomið til að halda upp á 100 ára afmæli trúarleiðtogans Shriram Sharma.

Fjórtán af þeim sextán sem létust voru konur.

Harmleikir á slíkum samkomum eru algengir í landinu. Í janúar létust tæplega hundrað manns í troðningi í Kerala fylki í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×