Innlent

Réttað yfir grunuðum nauðgara

Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á útikamri á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst síðastliðnum.

Stúlkan flýði manninn eftir að hann á að hafa komið vilja sínum fram við hana. Henni tókst að komast í skjól gæslumanna, en maðurinn elti hana þangað. Gæslumenn sögðu að maðurinn hefði svo haft frammi kynferðislega tilburði þar sem konan var í skjóli gæslumannanna.

Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og úrskurður í gæsluvarðhald 5. ágúst síðastliðinn. Stúlkan bar kennsl á hann í sakbendingu auk þess sem maðurinn hefur orðið margsaga í framburði sínum.

Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Þá gegn ungri stúlku í Hornafjarðarbæ, þar sem maðurinn var í tjaldútileigu. Þá neyddi hann stúlku til þess að hafa við sig munnmök.

Maðurinn var dæmdur árið 2006 og hlaut tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir glæpinn.

Hæstiréttur mildaði refsinguna hinsvegar niður í átján mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×